Hlaup.is var með verðlaunaafhendingu um helgina þar sem meðal annars voru veitt verðlaun fyrir götuhlaup ársins. Fossvogshlaupið hlaut titilinn götuhlaup ársins, Vestmannaeyjahlaupið var í öðru sæti og Color Run hlaupið í því þriðja. Kári Steinn tók við viðurkenningu fyrir hönd forsvarsmanna hlaupsins.