Theódór Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV í handbolta var í gær útnefndur Íþróttamaður Vestmannaeyja 2015. Hákon Daði Styrmisson, handknattleiksmaður var útnefndur Íþróttamaður æskunnar 2015.
�?etta var tilkynnt á fjölmennri uppskeruhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja í Höllinni í gærkvöldi þar sem leikmenn og velunnarar félagsins voru samankomnir. Tilkynnt var um íþróttamann hvers aðildarfélags. Heiðursmerki afhent og Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari í handbolta fékk sérstaka viðurkenningu fyrir frábært starf í þágu félagsins.