ÍBV hefur samið við Sigurð Grétar Benónýsson til þriggja ára. Sigurður Grétar er fæddur árið 1996 og er einn af ungum og efnilegum leikmönnum félagsins. Hann hefur spilað með félaginu upp alla yngri flokkana og erum við stolt af því að hann ætlar að vera með okkur næstu 3 árin. Sigurður Grétar hefur fengið mikin spiltíma í undanförnum leikjum og staðið sig mjög vel. Við væntum mikils af honum í framtíðinni.