Bæjarráð ítrekaði á bæjarráðsfundi í gær andstöðu sína við öll áform um skerðingu flugþjónustu á Reykjavíkurflugvelli og skoraði jafnframt á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að tryggja óskerta starfsemi Reykjavíkurflugvallar og þar með öryggishagsmuni íbúa landsbyggðarinnar, a.m.k. þangað til jafngóð eða betri lausn finnst.
Bæjarráð telur með öllu ólíðandi að dregið verði úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann þar sem staðsett er sérhæfð þjónusta s.s. hjartaþræðingar, heila- og taugaskurðlækningar og vökudeild.
Árið 2015 voru 93 einstaklingar fluttir í sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum -um flugvöllinn í Reykjavík- til læknisþjónustu þar í borg og árið 2014 voru þeir 109. �?ví miður er óraunhæft að ætla að í náinni framtíð skapist þær aðstæður í íslenskri heilbrigðisþjónustu að ekki verði þörf á að koma mörgum af erfiðustu tilfellunum sem koma upp á landsbyggðinni á Landspítalann við Hringbraut. �?jónusta sjúkraflugs er því meðal búsetuforsenda í Vestmannaeyjum eins og svo víða á landsbyggðinni.
Bæjarráð höfðar til þeirra sanngirnissjónarmiða að aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu, stjórnsýslu, viðskiptalífi og menningarlífi sé tryggt. Ef hugmyndir um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni ganga eftir myndi það hafa alvarleg áhrif á lífsgæði íbúa landsbyggðarinnar