�?að er skemmtilegt að segja frá því að þann 17.febrúar síðastliðinn fæddist fyrsta barnið í Eyjum þetta árið. Síðast fæddist barn hér í Eyjum þann 4.júlí 2015.
Drengurinn fæddist klukkan 15:41 og var 3720 grömm og 53 cm. Ljósmóðirinn var Drífa Björnsdóttir. Nýfæddi Eyjamaðurinn er sonur Elínar �?óru �?lafsdóttur og Arnars Inga Imgimarssonar. Fyrir eiga þau 2 drengi, þá Ragnar Inga og Ingimar �?la. Fæðingin gekk eins og í sögu að sögn foreldranna og öllum heilsast vel.
Við hjá Eyjafréttum óskum þeim innilega til hamingju með nýjasta Eyjamanninn.