Norsku loðnuskipin veiddu vel við Ísland í síðustu viku. Alls var afli þeirra tæp 20 þúsund tonn þegar síðustu skip höfðu tilkynnt um afla um helgina, að því er fram kemur á vef norska síldarsamlagsins.
�?ar með hafa Norðmenn því sem næst klárað loðnukvótann sinn í lögsögu Íslands. Skráð veiði er tæp 58 þúsund tonn. �?rátt fyrir erfið veðurskilyrði og vandkvæði að finna loðnu í nægilega þéttum torfum fyrir nótaveiðar tókst að veiða kvótann.
Gæði loðnunnar hafa verið breytileg, allt frá 39 stykkjum í kíló upp í 53 stykki. Hrognafyllingin var einnig misjöfn, eða allt að 16%. Mikil eftirspurn hefur verið eftir loðnunni til manneldisvinnslu bæði í Noregi og á Íslandi.
Fiksifréttir.is greindu frá