�?ann 9. Febrúar 1961 komu Bítlarnir fram í fyrsta sinn í Cavern Club í Liverpool, en alls komu þeir þar fram 292 sinnum á ferli sínum. Hljómsveitin The Cavern Beatles er að fullu styrkt og hefur sérstakt leyfi til að nota nafn Cavern Club. Hún er nú á leið til landsins, til að skemmta landanum með stórkostlegri sýningu sinni. Sýningin er �??Magical History Tour�?�, í raun ferðalag um verk þessa magnaða tónlistarfyrirbæris sem Bitlarnir voru. �?eir endurskapa, bæði í hljóð og mynd, orkuna og spennuna sem einkenndi Bítlaæðið, tímabil Sgt. Pepper og meistarverkin The White Album og Abbey Road. Búningar þeirra og ljósadýrð eiga stóran þátt í því að skapa rétta andrúmsloftið fyrir hvert tímabil þar til sýningin nær hámarki. The Cavern Beatles er ein fárra sveita í heiminum sem setur upp sýningu sína með aðeins fjórum tónlistarmönnum og styðjast hvorki við bakraddir né undirspil. Hljómsveitarmeðlimir eru ekki aðeins harðir Bítlaaðdáendur, heldur allir hæfileikaríkir tónlistarmenn og söngvarar, sem leggja sig alla fram við að ná karakter sínum á sviðinu. �?eir þykja ótrúlega líkir þeim fjórum fræknu og eiga það sameiginlegt að þeir hafa allir alist upp á sama stað, Liverpool.
Sem sendiherrar �??frægasta kúbbs í heimi�?� færa The Cavern Beatles fólki tónlistina sem hefur haft áhrif á heilar þrjár kynslóðir. Næmni þeirra og auga fyrir smáatriðum vakti snemma athygli þýsku hljóðfærafyrirtækjanna, Hofner Guitars og Pyramid Strings, sem nú sjá þeim alfarið fyrir hljóðfærum. Fylgi sveitarinnar fer stöðugt vaxandi meðal allra aldurshópa og það að sjá The Cavern Beatles á sviði þykir nú vera það næsta sem þú kemst því að sjá upprunalegu goðin.
�?etta er einstakt tækifæri til að sjá eina albestu �??Bítlahljómsveitina�?�. Tryggðu þér miða í tíma á www.harpa.is/, tix.is/ eða í miðasölu Hörpu í síma 528-5050.