Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum var haldinn 18. febrúar sl. Á fundinum var kjörin ný stjórn en hana skipa nú: Gunnlaugur Grettisson formaður, Elsa Valgeirsdóttir og Sigurbergur Ármannsson auk þess sem formenn aðildarfélaga eiga sæti í stjórn en þeir eru Birna �?órsdóttir formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja og Páll Eydal Ívarsson formaður Eyverja. Gunnlaugur tekur við af Írisi Róbertsdóttur. Fundurinn var vel sóttur og góðar umræður um málefni Vestmannaeyja að sögn Gunnlaugs. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun vegna samgöngu- og heilbrigðismála:
�??Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum, haldinn 18. febrúar 2016 vekur enn og aftur athygli núverandi ríkisstjórnar á óviðunandi aðstæðum í samgöngum við Vestmannaeyjar og mikilvægi þess að tafarlaust verði ráðist í nýsmíði Vestmannaeyjaferju og smíðatími hennar nýttur til að gera nauðsynlegar breytingar á Landeyjahöfn.
Aðalfundurinn lýsir einnig yfir miklum vonbrigðum með að enn sé ekki búið að bregðast við niðurstöðu faghóps sem heilbrigðisráðherra skipaði árið 2013. Hópurinn sem m.a. var skipaður yfirlækni LSH og yfirljósmóður LSH komst að þeirri einróma niðurstöðu að vegna landfræðilegra aðstæðna þyrfti að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. �?ar skuli vera C1 fæðingardeild með bráðaaðgang að skurðstofu með svæfingarlækni og skurðlækni allan sólarhringinn. Fundurinn telur á engan hátt ásættanlegt að yfirvöld dragi lappirnar í að bjóða upp á þessa þjónustu. �?ess í stað er nú svo komið að þungaðar konur og fjölskyldur þeirra þurfa að dvelja svo vikum skiptir fjarri heimabyggð með tilheyrandi kostnaði, óvissu og óþægindum.�??