Offita barna er eitt af stærstu viðfangsefnum lýðheilsu 21.aldarinnar. Tíðni offitu meðal íslenskra barna eykst hratt og eru íslensk börn nú með þeim þyngri í Evrópu. Mikilvægt er að sporna við þessari þróun og draga úr tíðni offitu meðal barna sem og meðhöndla þau börn sem þegar eru of feit. Líkamsþyngdarstuðull og vaxtalínurit eru notuð til að greina ofþyngd eða offitu. Vaxtalínurit er notað frá fæðingu og gefur góða mynd af öllum breytingum. Brýnt er að grípa inn í áður en barnið verður of feitt. �?ó er mikilvægt að fólk verði ekki of upptekið af tölum eins og líkamsþyngdarstuðli heldur hugi meira að hollum lífstíl. Ofþyngd/ offita barna getur stafað af ýmsum andlegum, félagslegum og líkamlegum þáttum og haft ýmis vandamál í för með sér. Auk þess er hætta á að of þung og of feit börn verði áfram of þung/of feit á fullorðinsárunum og að þau þrói með sér sjúkdóma sem geta komið í kjölfarið. Einnig eru börn sem eru í ofþyngd/offitu oftar með skert lífsgæði, lélegri sjálfsmynd og hreyfa sig minna. Foreldrar gegna lykilhlutverki í að móta heilbrigði barna sinna og heilbrigða lífsstílshegðun. Foreldar eru einnig mikilvægasta fyrirmynd barna sinna í þessum efnum. Hollur lífstíll byrjar heima.
Skólahjúkrunarfræðingar á heilsugæslunni á Selfossi héldu síðasliðinn vetur námskeið sem kallast Heilsunámskeið fyrir foreldra of þungra barna. Námskeiðið er fyrir foreldra sem vilja breyta lífstíl fjölskyldunnar til betri vegar og hefur verið haldið í nokkurn tíma á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundar námskeiðsins er Dr. �?rúður Gunnarsdóttir sálfræðingur, Dr. Anna Sigríður �?lafsdóttir næringarfræðingur og fagfólk heilsugæslunnar. Hvert námskeið samanstendur af 6 tíma hópnámskeiði og viðtölum og eftirfylgni eftir námskeiðið. Á námskeiðinu er ýmislegt tekið fyrir er varðar næringu og hollan lífstíl. Námskeiðið er ætlað foreldrum barna frá 4 ára aldri upp að 12 ára. Námskeiðið mæltist vel fyrir og er stefnt að því að halda aftur svona námskeið í vetur.