Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, segir aðgerðir við Húsasmiðjuna og Toppinn sem sagt var frá á Eyjafréttum.is í gærkvöldi ekki rétta. �?ar sagði að lögregla hafi mætt með kranabíl til að fjarlægja stólpa og járn. Telur Páley nauðsynlegt að leiðrétta þetta og að fram komi, að aðgerðin var ekki á ábyrgð lögreglu.
�??Hlutverk lögreglu er samkvæmt lögum um kyrrsetningu, lögbann og fleira að aðstoða sýslumann til að halda uppi lögbanni óski hann eftir því og eftir hans ákvörðun,�?? sagði Páley.
�??Sýslumaður óskaði eftir því við lögreglu að aðstoða hann við að halda uppi lögbanni sem var að mati sýslumanns brotið með girðingum á svæðinu. Nánari upplýsingar um lögbannið og aðgerðirnar er sýslumannsins að svara. �?egar girðingar höfðu verið fjarlægðar lá járn óvarið á lóðinni sem skapaði hættu fyrir umferð að mati lögreglu og var það þess vegna flutt að fasteigninni þar sem það veldur ekki hættu og verður ekki fyrir hnjaski.
Lögregla er ekki aðili að þessu máli og hefur enga aðkomu að því nema að aðstoða sýslumann vegna lögbannsins óski hann eftir því. Lögregla hefur svo ætíð þá skyldu að reyna að koma í veg fyrir að slys verði og meðal annars tryggja umferðaröryggi,�?? sagði Páley.