Á fundi fræðsluráðs í síðustu viku lágu fyrir þrjú tilboð ráðgjafafyrirtækja í faglega úttekt á starfi Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) með höfuðáherslu á að greina ástæður þess að nemendur GRV mælast of oft undir landsmeðaltali í samræmdum mælingum. �?skað var tilboða í framhaldi af ákvörðun ráðsins frá 17. desember sl. 2015. Eftir að hafa yfirfarið tilboðin samþykkti ráðið að ganga til samninga við Ráðrík ehf. um að gera úttektina. Varð það gert með fyrirvara um samþykki bæjarráðs sem samþykkti fjárveitingu til verksins á fundi daginn eftir. �??Á seinustu misserum hefur verið ráðist í aðgerðir sem vafalaust eiga eftir að skila betri árangri í samræmdum mælingum og skólastarfi almennt,�?? sagði Trausti Hjaltason, formaður fræðsluráðs við Eyjafréttir. �??Með því að leita til óháðs faglegs aðila þá erum við fyrst og fremst að leita leiða til að sjá hvar við erum að gera vel og hvar við þurfum að gera betur. Niðurstaðan mun síðan vonandi nýtast okkur til að gera betur.�?? Trausti sagði að kannski mætti orða þetta þannig að ráðið er að vonast til að fá svör við því hvort að það sé eitthvað meira sem það geti gert til þess að bæta árangurinn, og þá hvað og hvernig. �??Við eigum alltaf að vera að leita leiða til að bæta okkur og oft er gott að fá sýn utanaðkomandi fagaðila í bland við hitt. �?g á von á því að úttektin verði gerð á næstu vikum og að niðurstöður muni liggja fyrir undir loka vorannar 2016,�?? sagði Trausti.