Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja framkvæmdir við uppbyggingu nýs uppsjávarfrystihúss, mjöl,- og frystigeymslu ásamt tveimur hráefnistönkum.
Byggingarfélagið Eykt hf. mun sjá um byggingarframkvæmdir og er fyrsta verkið hafið, bygging uppsjávarfrystihússins. Fyrsti hluti verksins er niðurrif gamallar bræðsluþróar og hófust framkvæmdir í morgun en þar mun síðar rísa mótorhús sem þjóna mun uppsjávarfrystihúsinu.
Ákvörðun hefur verið tekin um að nota blástursfrystingu við frystingu uppsjávarfisks en sú aðferð hefur einkum verið notuð í Noregi.
Af VSV.is