Stelpurnar áfram í Lengjubikarnum

Stelpurnar í Meistaraflokk tryggðu sér sæti í úrslitum Lengjubikarsins í gær með því að sigra Stjörnuna 3-2. �?ær lentu 1-0 undir en sneru leiknum sér í vil með tveimur mörkum. Stjörnunni tókst að jafna leikinn en hún Sísí Lára tryggði ÍBV sigurinn með skallamarki í lokin. (meira…)
Gleðilegt sumar og af forseta framboði

Lundinn settist upp þann 19. og þar með byrjaði sumarið hjá mér, tveimur dögum fyrir sumardaginn fyrsta. Ég er óvenju spenntur fyrir þessu lunda sumri, enda var bæjarpysjan í Vestmannaeyjum á síðasta ári hátt í 4000 pysjur og því gríðarlega spennandi að sjá, hvort að sá frábæri viðsnúningur komi með framhald í ár. Ekki minnkaði […]
Haukar höfðu betur gegn ÍBV

ÍBV og Haukar áttust við í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í Olís-deild karla núna fyrr í dag. Haukar höfðu betur 29:24 eftir flottan baráttuleik sem var virkilega skemmtilegur og spennadni framan af. Hákon Daði Styrmisson og Theodór Sigurbjörnsson voru markaðhæstir og skoruðu úr sitthvoru horninu. Theadór skoraði 13 mörk fyrir ÍBV og Hákon Daði skoraði 10 […]
Vorfagnaður ÍBV 2016 í kvöld

Dömu- og herrakvöld knattspyrnudeila ÍBV verður haldið hátíðlega í kvöld. En þar mun meðal annars lið sumarsins verða kynnt. Dömurnar byrja á Háaloftinu með Siggu Kling og herrarnir á neðri hæðinni með Mána Péturs, Bæjarlistamaðurinn Júníus Meyvant og sigurvegari í söngkeppni Samfés Sara Renee Griffin mæta á svæðið og koma fólki í rétta gírinn, síðan […]
Glæsisýnign Toyota og Lexus í dag

Glæsi-sýning Toyota og Lexus er haldin í dag hjá Bíla- og vélaverkstæðinu Nethamri frá kl 11-17. Hægt er að reynsluaka nýjum flottum bílum ásamt því að áður óséð tilboð verða á Auris Hybrid og Yaris Hybrid. Kaffi og kleinur á kantinum og fyrstu 50 sem reynsluaka fá óvæntan glaðning. (meira…)
Vorhátíð Landakirkju í hádeginu á morgun sunnudag

Núna á sunnudaginn þann 24. apríl verður árleg Vorhátíð Landakirkju haldin hátíðleg. Sunnudagaskólasöngurinn og sagan verða á sínum stað en einnig munu þátttakendur í Kirkjustarfi fatlaðra syngja lag og Kór Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács flytja sálma. Sr. �?rsúla Árnadóttir mun leiða stundina ásamt Gísla Stefánssyni og Jarli Sigurgeirsyni sem munu munda gítarana. Að stundinni […]