Rannsókn lögreglu á hrottafengri árás í Vestmannaeyjum í október 2016 er langt komin. Kona á fimmtugsaldri fannst þá meðvitundarlítil í húsagarði í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar var maður handtekinn, grunaður um að hafa beitt hana hrottalegu ofbeldi og nauðgað henni. Ruv.is greinir frá.
Maðurinn sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Árásin var mjög alvarleg og var konan flutt með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi. Hún var þungt haldin eftir áverka og svo bólgin í andliti að hún gat ekki opnað augun. �?á var líkamshiti hennar var 35,3 gráður þegar að henni var komið. Hefði hún ekki fengið aðstoð hefði það orðið henni að fjörtjóni að því er fram kom í máli lögreglunnar.
Búið er að taka skýrslu af konunni, sem man lítið eftir því sem gerðist þessa nótt. �?á hafa vitni verið yfirheyrð. Í samtali við fréttastofu segir lögreglan í Vestmannaeyjum að búast megi við að rannsókninni ljúki á næstu vikum. �?á verði málið sent til ákæruvaldsins. Árásin er talin það alvarleg að ekki þarf kæru af hálfu þolanda til að málið fari í ákæruferli.