Olís-deild kvenna hefur göngu sína í næstu viku eftir drjúgt jólafrí en síðasti leikur var spilaður 19. nóvember þegar ÍBV þurfti að láta í minni pokann fyrir Fylki 26-21. Eyjafréttir slógu á þráðinn til Hrafnhildar �?skar Skúladóttur, þjálfara ÍBV liðsins, og spurði hana út í framhaldið.
Hvernig koma leikmenn og þjálfari undan jólafríi? Eru einhver meiðsli í hópnum? �??�?g held að liðið sé endurnært eftir gott jólafrí þar sem við tókum tveggja vikna handboltafrí en leikmenn voru á hlaupa og í lyftingaprógrammi sem þær voru duglegar að fara eftir og eru því í góðu standi og hungraðar í handbolta. Ekki skemmdi svo fyrir að í fyrsta skipti í langan tíma var ekki leikur nálægt þrettándagleðinni svo stelpurnar skelltu að sjálfsögðu í gott liðspartý og þjöppuðu hópnum enn betur saman. Við erum komnar með Gretu til baka sem er frábært fyrir okkur og gefur hún liðinu ótrúlega mikið, því auk þess að vera frábær leikmaður þá er hún einstaklega skemmtilegur karakter. Ásta Björt var að koma úr gipsi eftir fótbrot og svo eigum við enn Drífu �?orvalds inni en batinn hjá henni er hægur svo við verðum bara að hugsa hana sem bónus ef hún kemur inn,�?? segir Hrafnhildur.
�?ið unnuð nauman sigur á Selfossi á heimavelli, hvernig metur þú möguleikana gegn þeim 14. janúar? �??Allir leikir í þessari deild eru eiginlega 50/50 leikir sem gerir deildina mjög skemmtilega og leikurinn á móti Selfoss er engin undantekning þar á. �?etta verður hörkuleikur tveggja góðra liða sem þurfa mjög mikið á þessum tveimur stigum að halda. Vona að við náum fram baráttu og sigurvilja á hæsta stigi og þá munum við komast langt bæði í þessum leik og áframhaldinu,�?? segir Hrafnhildur.
ÍBV er í fimmta sæti núna þegar tíu umferðir eru búnar, er það í samræmi við væntingar ykkar? �??Okkur var svo sem spáð fimmta sætinu og það kannski alveg raunhæft, sérstaklega miðað við laskaðan hóp í byrjun en við erum að styrkjast og ætlum okkur klárlega ofar og stefnum að sjálfsögðu á úrslitakeppni þar sem einungis verða fjögur lið,�?? segir Hrafnhildur.
ÍBV fékk Stjörnuna í átta liða úrslitum bikarsins og segir Hrafnhildur það ekki vera neina óskastöðu. �??Stjarnan var klárlega engin draumadráttur í bikar en ef maður ætlar sér alla leið þá verður maður að geta unnið alla og við eigum harma að hefna þar sem þær hentu okkur út í átta liða úrslitum á heimavelli í fyrra þar sem þær unnu með einu marki,�?? segir Hrafnhildur að lokum.