�??Vegna fjölda fyrirspurna og athugasemda sem hafa dunið á mér síðasta hálfa sólarhringinn finnst mér skylda mín að upplýsa stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um eftirfarandi,�?? segir Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á fésbókarsíðu sinni og bætir við:
Á þingflokksfundi í gærkvöldi sagðist ég því miður ekki geta stutt þá ráðherraskipan sem formaður flokksins gerði tillögu um. Fyrir því væru tvær ástæður: Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum.
�?ví má bæta við að þetta hefur auðvitað ekkert með þá einstaklinga að gera sem völdust til ráðherraembætta. �?au eru öll hið vænsta fólk og ég óskaði þeim hjartanlega til hamingju.
Viðbrögðin eru mikil og flestir óánægðir með ráðherraleysi kjördæmisins þó nokkrir vilji gefa ríkisstjórninni séns.