Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum lýsir yfir miklum vonbrigðum með að gengið hafi verið framhjá oddvita flokksins í Suðurkjördæmi, Páli Magnússyni alþingismanni þegar kom að því að leggja fram tillögu að ráðherraefnum flokksins í nýja ríkisstjórn. �?etta er ekki síst alvarlegt þar sem sex ráðherraembætti komu í hlut Sjálfstæðisflokksins. Með þessari framgöngu er horft framhjá lýðræðislegri niðurstöðu fjölmenns prófkjörs í Suðurkjördæmi til að stilla upp lista og glæsilegum kosningasigri í kjördæminu í alþingiskosningunum 29. október sl. Með þessum vinnubrögðum er vilji kjósenda flokksins í kjördæminu hunsaður.
Sú staðreynd að eingöngu þrír af ellefu ráðherrum núverandi ríkisstjórnar koma úr landsbyggðarkjördæmum, og þar af enginn úr Suðurkjördæmi, gefur tilefni til að gera alvarlegar athugasemdir við valið.
Í ljósi þess hversu öflugt starf er unnið undir merkjum Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu er sanngjarnt og eðlilegt að þingmönnum í forystu flokksins í Suðurkjördæmi séu tryggð formennska í veigamiklum nefndum Alþingis.
�?rátt fyrir ofangreint lýsir Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum yfir ánægju sinni með myndun ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins.
Samþykkt einróma á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum þann 14.01 2017.