Breki VE, nýr ís­fisk­tog­ari Vinnslu­stöðvar­inn­ar (VSV), held­ur fljót­lega �??til veiða�?? á miðin úti fyr­ir stönd­um Kína en til­gang­ur sjó­ferðar­inn­ar er að álags­prófa skipið og láta reyna á það við sem eðli­leg­ast­ar aðstæður. Veiðarfæri voru send frá Evr­ópu til Kína af þessu til­efni. Mbl.is greindi frá.
Troll voru sett upp á neta­verk­stæði VSV fyr­ir próf­un­ina og send í aust­ur­veg. Frá Bretlandi fóru Bridon-tog­vír­ar til Kína og frá Dan­mörku fóru Thyr­oron-hler­ar og millilóð.
Stærsta skrúfa ís­lenska flot­ans
�??Aðal­atriðið er að kanna afl tog­skips með stærstu skrúfu ís­lenska fiski­skipa­flot­ans. Auðvitað kost­ar veru­lega fjár­muni og fyr­ir­höfn að senda veiðarfæri alla þessa leið en við vilj­um ganga úr skugga um að all­ur búnaður virki eins og til er ætl­ast áður en skipið verður af­hent,�?? seg­ir Rún­ar Helgi Boga­son vélsmiður.
Rún­ar hef­ur verið í borg­inni Shi­dao í Kína í hálft annað ár og litið fyr­ir hönd út­gerðanna eft­ir smíði Breka VE og Páls Páls­son­ar ÍS ásamt Finni Krist­ins­syni vél­fræðingi. Síðar­nefnda skipið er í eigu Hraðfrysti­húss­ins Gunn­var­ar í Hnífs­dal. Rún­ar Helgi starfar með Finni Krist­ins­syni vél­fræðingi og yfir­eft­ir­lits­manni með smíðum skip­anna tveggja.
�?etta eru syst­ur­skip, smíðuð eft­ir sömu teikn­ingu en samt ekki eineggja tví­bur­ar því fisk­mót­taka í Breka er stærri en í Páli og á tog­dekki Breka er viðbót­ar­lúga. Hvoru tveggja staf­ar af því að Breka er ætlað að stunda karfa­veiðar í meira mæli en Páli. Að öðru leyti eru skip­in eins og þau verða af­hent sam­tím­is, lík­ast til núna í mars­mánuði. Gert er ráð fyr­ir að sigl­ing­in heim taki 58 sól­ar­hringa og leiðin liggi um Pana­maskurð.
Togað í kín­verskri lög­sögu
Vél­ar­rúm Breka er frá­gengið, búið að prófa ljósa­vél­ar og ann­an búnað og aðal­vél­in var ræst í fyrsta sinn núna í byrj­un vik­unn­ar. Inn­rétt­ing­um í skip­inu er lokið að miklu leyti líka.
Fyr­ir ligg­ur að láta reyna á ýmis tæki og tól í höfn í Kína, meðal ann­ars átaks­mæla aðal­vél­ina með því að festa stál­víra úr skip­inu í landi og láta skipið síðan toga.
Mik­il­væg­asta þolraun­in verður samt úti á sjó og Rún­ar Helgi veit ekki til þess að svona nokkuð hafi verið gert áður með ís­lenskt fiski­skip hjá er­lendri skipa­smíðastöð fyr­ir af­hend­ingu.
�??Sjór­inn er grunn­ur þarna úti fyr­ir. Við vilj­um gjarn­an kom­ast á 100 til 150 metra dýpi en það kost­ar allt að tveggja sól­ar­hringa sigl­ingu hvora leið og ekki víst að kín­versk stjórn­völd leyfi slíka lang­ferð. Mein­ing­in er svo að færa trollið yfir í Pál Páls­son og prófa hann á sama hátt líka en ekki fyrr en séð er að allt sé með felldu í Breka. Ef eitt­hvað kem­ur upp á þar verður brugðist við í báðum skip­un­um áður en Páll fer í sína próf­un­ar­veiðiferð.�??
Eðli­leg skrúfu­stærð
Stærð skrúfu Breka VE og Páls Páls­son­ar ÍS sæt­ir mest­um tíðind­um við þessa vænt­an­legu nýliða í ís­lenska flot­an­um. Skrúfu­hönnuður er Sæv­ar Birg­is­son eig­andi Skipa­sýn­ar.
Rakel Sæv­ars­dótt­ir, markaðsstjóri Skipa­sýn­ar, fjallaði um skrúf­ur Breka og Páls á Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unni í Hörpu í nóv­em­ber 2016.
Hún líkti skips­skrúfu við væng á flug­vél eða vind­myllu­hjól. Lang­ur og mjór flug­vél­ar­væng­ur nýti orku bet­ur en stutt­ur og breiður. Með því að stækka skrúfu og hægja á henni sé mögu­legt að fá meira afl með minni orku, jafn­vel svo muni allt að 40%, allt eft­ir því hvernig skrúfa er fyr­ir á skip­inu.
Orku­sparnaður jafn­gild­ir að sjálf­sögðu eldsneyt­is­sparnaði og þar með minni kostnaði við út­gerðina.
Rakel sagði að ráðamenn Hraðfrysti­húss­ins Gunn­var­ar og Vinnslu­stöðvar­inn­ar hefðu kannað vel og ræki­lega hvernig þeir vildu að tog­ar­ar fyr­ir­tækj­anna yrðu út­bún­ir og und­ir­búið verk­efn­in afar vel. Hún brá í lok­in upp sam­an­b­urðarmynd af venju­legri skrúfu tog­ara ann­ars veg­ar og skrúfu af Breka eða Páli Páls­syni hins veg­ar. Á milli stend­ur 180 cm hár karl­maður.
Rakel spurði ráðstefnu­gesti í Hörpu: �??Stærð er af­stæð! Skrúfa Skipa­sýn­ar er vissu­lega stór en er ekki frek­ar hægt að segja að okk­ar skrúfa sé af eðli­legri stærð en hinar skrúf­urn­ar litl­ar?�??