Fréttapýramídarnir 2016 voru afhentir í hádeginu og er Sigurgeir Jónasson ljósmyndari frá Skuld Eyjamaður ársins 2016. Aðrir sem hlutu viðurkenningar eru hjónin Sólveig Adólfsdóttir og �?ór Í. Vilhjálmsson sem hlutu Fréttapýramítann fyrir framlag til íþrótta í Vestmannaeyjum. Einar Björn Árnason og Bryndís Einarsdóttir, eigendur Einsa kalda sem valið var fyrirtæki ársins 2016 í Vestmannaeyjm.
Bjartmar Guðlaugsson sem hlaut Fréttapýramítann 2016 fyrir framlag til menningarmála. Víglundur �?ór �?orsteinsson, læknir og Eyjamaður fékk viðurkenningu fyrir framtak ársins fyrir ómetanlegt starf í að varðveita og koma sögu Vestmannaeyja á stafrænt form og setja inn á Heimaslóð.is. Loks var það Eyjamaður ársins 2016, Sigurgeir Jónasson ljósmyndari frá Skuld sem á um 70 ára tímabili tók milljónir ljósmynda sem segja sögu Vestmannaeyja í sjö áratugi.