�??Nú hefur viðræðum verið frestað til mánudags milli okkar og SFS. Staðan er viðkvæm og samninganefndir sjómanna vilja heyra í sínu fólki. Fundir verða í félögum sjómanna næstu daga þar sem farið verður yfir stöðuna og sjómönnum kynnt sú staða er uppi,�?? segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins um stöðuna í deilu sjómanna og útvegsmanna.
Verkfall sjómanna skall á 14. desember og er þegar farið að hafa mikil áhrif. Liggur öll vinnsla niðri í frystihúsunum og erum hátt í 300 manns á atvinnuleysisskrá í Vestmannaeyjum. Síðustu daga hefur ríkt bjartsýni um að lausn væri í sjónmáli en lengra er í hana en gert var ráð fyrir.