�??Hún er núll,�?? sagði �?orsteinn Ingi Guðmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns, þegar rætt var við hann í gær um stöðuna í samingaviðræðum sjómanna og útgerðar. �?að slitnaði upp úr á mánudaginn og vísar útgerðin ábyrgðinni alfarið á hendur sjómanna. Verkfallið hefur staðið í einn og hálfan mánuð og verkbann á vélstjóra hófst 20. janúar.
�??Við hittum ríkisstjórnina í gær og komum þar að lokuðum dyrum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra var búinn að lofa 500 króna skattaafslætti á dag til sjómanna en nú er kominn nýr maður í fjármálaráðuneytið og hann er ekki til viðræðu um að koma að deilunni.�??
Náðst hafði samkomulag um þrjú atriði af fimm þegar slitnaði upp úr. �?au tvö sem standa út af eru olíuverðsviðmiðunin og sjómannaafslátturinn. �??Sjómenn vilja halda þessu til streitu og við erum í vinnu hjá þeim og verðum að fara eftir því sem þeir vilja. Ástandið er grafalvarlegt og skrýtin afstaða hjá útgerðinni þar sem ekki hefur verið mikið tap hjá þeim undanfarið,�?? sagði �?orsteinn Ingi.
Yfir 20% atvinnuleysi
�??Í dag 24. janúar eru 299 skráðir atvinnulausir í Vestmannaeyjum hjá vinnumálastofnun. Hluti af þeim eiga ekki rétt á fullum bótum. �?á eru ótaldir þeir sem eiga engan rétt á bótum og þeir sem skrá sig ekki atvinnulausa af ýmsum ástæðum. �?annig að talan er að nálgast 350 manns. Tvö fyrirtæki hafa tekið ákvörðun um að greiða kauptryggingu þeim starfsmönnum sem eru með skertan eða engan bótarétt,�?? sagði Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags í gær.
�??�?etta er yfir 20% atvinnuleysi sem er versta ástandið á landinu. Stafar það af því að fiskvinnslufyrirtækin hér hafa öll nema Langa, þar sem starfa um 30 manns sent fólk á atvinnuleysisskrá. Víðast annarsstaðar hafa stóru fyrirtækin haldið sínu fólki á fastráðningu. �?etta er auðvitað óþolandi staða fyrir fiskvinnslufólk sem hefur gilda samninga og á ekki í kjaradeilum við fyrirtækin.
Og einnig er umhugsunarvert hvað ástandið er slæmt hér að þessu leyti miðað við annarsstaðar því við höfum ekki orðið vör við annað en fyrirtækin skili glimrandi afkomu. Afkomu sem á sér rætur í vinnu þessa fólks sem var sett með einu pennastriki af kauptryggingu.
Miðað við arðgreiðslur fyrirtækjanna undanfarin ár og aðstæðna hér sem gera þetta að einum besta stað til útgerðar og fiskvinnslu á landinu þá eru ekki augljósar skýringar á þessu. Ef tekið er saman fiskvinnslufólk og sjómenn er yfir 30% vinnuaflsins ekki í vinnu, þ.e. einn af hverjum þremur er aðgerðarlaus,�?? sagði Arnar.
Verkfallið er eðlilega farið á bíta í Vestmannaeyjum og má heyra á mörgum í þjónustu að lítið er að gera og mun minna en verið hefur á þessum árstíma.