�?essi réttur er gríðarlega vinsæll á okkar heimili enda svakalega góður. �?g viðurkenni þó að ég set oft meira beikon og fleiri döðlur út í réttinn en segir til í uppskriftinni og á það líka alveg til að auka sósumagnið, enda erum við fjölskyldan svakalega mikið sósufólk.
Kjúklingur með
beikoni og döðlum
Fyrir 4-5
�?� 4-5 kjúklingabringur, skornar
í ca 3 bita
�?� 150 gr spínat
�?� 100 gr beikon, smátt skorið
�?� 70 gr döðlur, smátt skornar
�?� 4 stór hvítlauksrif, pressuð
�?� 1 msk oregano þurrkað
�?� 3 dl vatn
�?� 2 dl matreiðslurjómi
�?� 3 msk rjómaostur
�?� 1 kjúklingateningur
�?� 1/2 grænmetisteningur
�?� Rifinn ostur.
Setjið spítanið í botninn á eldföstu móti. Steikið kjúklingabitana á pönnu (saltið og piprið) og stráið yfir spínatið. Brúnið beikonið á pönnu. Bætið svo hvítlauknum út á pönnuna og steikið með beikoninu í smá stund, setjið þá döðlurnar út í ásamt vatninu, oregano og teningunum. Látið þetta malla saman svolitla stund. Bætið matreiðslurjómanum og rjómaosti út á pönnuna og sjóðið niður sósuna í nokkrar mínútur. Hellið svo sósunni yfir kjúklinginn og passið að döðlurnar og beikonið dreifist jafn yfir. Setjið því næst rifinn ost yfir allt saman og bakið í ofni þar til osturinn er orðinn gylltur og fallegur. Berið fram með góðu hvítlauksbrauði.
�?g ætla svo að skora á hana Kollu Rúnars sem matgæðing næstu viku. Hún er snilldarkokkur og lúrir á fullt af gómsætum réttum.