Knattspyrnukonan unga, Sigríður Lára Garðarsdóttir er Íþróttamaður Vestmannaeyja 2016. Hún er fædd í Vestmannaeyjum 1994. Hún hóf mjög ung að stunda íþróttir í Eyjum og stundaði ásamt knattspyrnunni handbolta og golf áður en hún valdi að einbeita sér að knattspyrnuiðkun.
�??Sísí Lára hóf að leika með meistaraflokki ÍBV árið 2009 aðeins 15 ára gömul og lék það ár tíu leiki og gerði í þeim tvö mörk. Í dag hefur Sísí Lára leikið 126 leiki og skorað í þeim 21 mark. Í vor varð ÍBV Lengjubikarmeistari og átti Sigríður Lára stóran þátt í þeim titli. Sísí Lára spilaði stórt hlutverk í liði ÍBV á Laugardalsvelli í ágúst í sjálfum bikarúrslitaleiknum en í þeim leik lögðu andstæðingar ÍBV ríka áherslu á það að halda Sísí Láru niðri í leiknum. Í sumar var eitt að mörkum Sísíar Láru valið eitt af fallegustu mörkum fótbolta-sumarsins og var hún að meðal markahæstu miðjumanna í íslensku deildinni sumarið 2016, sagði Hjördís Steina Traustadóttir, formaður ÍBV-héraðssabands um Sigríði Láru.
Árið 2010 var Sísí Lára valin í U-17 ára landslið Íslands og hefur leikið með öllum landsliðum Íslands í knattspyrnu. Hún hefur leikið 29 unglingalandsleiki og skorað fimm mörk. Hún er meðal leikjahæstu leikmanna Íslands í unglingalandsleikjum. Á að baki 1 leik með U-23 ára landsliðinu og lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Pólland.
�??�?rátt fyrir mikinn áhuga liða á Íslandi og erlendis ákvað Sísí Lára að leika áfram með ÍBV og er það mikið fagnaðarefni fyrir félagið.
Sísí Lára er mikil fyrirmynd ungra leikmanna hvað varðar áhuga og metnað svo ekki sé minnst á það að Sísí Lára neytir hvorki áfengis né tóbaks.
Sísí Lára hefur þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin ár við mikla hrifningu iðkenda.
Sísí Lára hefur alltaf verið ÍBV til sóma innan vallar sem utan.
Við byrjum á hápunkti kvöldsins með Íþróttamanni Vestmannaeyja 2016,�?? sagði Hjördís.
Byrjað var að tilnefna Íþróttamann Vestmannaeyja árið 1978. Sá Rótarýklúbbur Vestmannaeyja um valið til 1982. �?á tók Íþróttabandalag Vestmannaeyja við valinu og viðhafði kosningu meðal bæjarbúa en frá árinu 1986 hefur valið verið í höndum valnefndar sem kjörin er á ársþingi Íþróttabandalags Vestmannaeyja.