Síðastliðinn desember útskrifuðust 22 nemendur úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Nemendur útskrifast með ólíkan bakgrunn því sumir eru af náttúrufræðibraut, aðrir af félagsfræðibraut og svo enn aðrir af sjúkraliðabraut. Eyjafréttir tóku nokkra nemendur tali og spurðu þá út í námið í FÍV og hver næstu skref lífsins verða hjá þeim.
Hanna Sigga Agnarsdóttir nýstúdent: Spennt fyrir félags- og menntavísindum
Hanna Sigga Agnarsdóttir er 22 ára gömul og útskrifaðist af félagsfræðibraut. Foreldrar hennar eru þau Inga Hanna Andersen stuðningsfulltrúi hjá GRV og Agnar Ingi Hjálmarsson vélstjóri á Huginn VE.
Eftir sumarið stefnir Hanna Sigga á að flytja í bæinn og byrja háskólanám sitt en hún hefur þó ekki alveg gert upp hug sinn í hverju hún endar. �??�?g er ekki ennþá búin að ákveða hvað ég ætla að gera en ég er mjög spennt fyrir félagsvísindum og menntavísindum.�??
Aðspurð út í kosti og galla við FÍV hafði Hanna Sigga lítið út á hann að setja og hrósaði honum í hástert. �??FÍV hefur gott úrval fyrir nemendur og hægt er að fara á öðruvísi brautir heldur en stúdentsprófsbraut eins og t.d. vélstjórnarbraut, sjúkraliðabraut og grunnnám til rafiðnaða og málmiðnaða. Kennararnir og starfsfólkið í FÍV eru frábærir og reyndust mér mjög vel á minni skólagöngu, sérstaklega þegar ég tók þá ákvörðun að byrja aftur í skólanum og klára hann.
Hjá FÍV ert þú ekki bara einhver kennitala í stórum skóla, þarna þekkjast allir og það er mikill kostur. Helga Kristín skólameistari er yndisleg og hjálpaði mér að klára námið. FÍV er búið að taka miklum breytingum síðan ég hóf þar nám fyrst og er það bara til hins betra. �?að eru engir gallar við FÍV, þetta er bara eins og hver annar framhaldsskóli, nema bara mun betri,�?? segir Hanna Sigga og rifjar upp sínar bestu minningar í skólanum. �??�?að var þegar ég var kosin formaður NFFÍV og svo sjálf útskriftin. Einnig þegar uppáhalds kennarinn minn datt úr stólnum sínum, sorry Dísa mín.�??
En á Hanna Sigga sér eftirlætis áfanga? �??�?að er svo erfitt að velja einn. Sálfræði 303 sem Silja Rós Guðjónsdóttir kenndi, hann fjallaði um geðsjúkdóma. Stjórnmálafræði 103 kom mér verulega á óvart og er það þeim áfanga að þakka að ég sit ekki bara eins og gufa þegar verið er að ræða um stjórnmál. Egill Andrésson kenndi þann áfanga. �?trúlegt en satt þá var Íslenska 503 mjög áhugaverð sem Guðbjörg Sigurgeirsdóttir kenndi. Skemmtilegustu tímarnir voru samt Prjón 103 og 203, því þá sat maður bara með vinkonunum að prjóna og spjalla. �?g kann samt ekki ennþá að fitja upp á prjón,�?? segir Hanna.
Fram að hausti stefnir Hanna Sigga á að vinna í Eyjum en verkfall sjómanna hefur valdið því að litla vinnu er að hafa þessa dagana. �??�?g er starfsmaður hjá Ísfélaginu og eins og staðan er í dag, er ekki verið að vinna í stöðinni. �?essa dagana er ég því að rækta líkama og sál í Hressó og bora í nefið á meðan sjómenn eru í verkfalli. Áfram sjómenn.�??
Telur þú líklegt að þú munir búa í Vestmannaeyjum í framtíðinni? �??Já, hér vil ég vera og hef alltaf verið, en hver veit hvað framtíðin hefur upp á að bjóða,�?? segir Hanna Sigga sem að lokum gaf núverandi og tilvonandi nemendur FÍV nokkur góð ráð. �??Njótið þess að vera í skólanum með vinum ykkar og ekki hætta í skóla, það er þúsund sinnum erfiðara að byrja aftur en að taka ákvörðunina um að hætta.�??
Sæunn Ása Ágústsdóttir nýstúdent: FabLab eftirlætisáfanginn í skólanum
Sæunn Ása Ágústsdóttir er 20 ára og útskrifaðist af félagsfræðibraut. Hún er dóttir Rakelar Einarsdóttur og Ágústs Guðmundssonar en stjúpfaðir hennar er Bjarki Guðnason og stjúpmóðir Karólína Natalía Karlsdóttir.
Aðspurð hverjir helstu kostir FÍV væru sagði Sæunn að skólinn þjónaði nemendum sínum eins vel og hægt er. �??�?að er einnig fjölbreytt námsframboð og góð tengsl við foreldra, félög og fyrirtæki í Eyjum,�?� segir Sæunn. En hverjir eru þá gallarnir? �??Allt hefur sína kosti og galla, enginn og ekkert er fullkomið en ef það er eitthvað sem mér dettur í hug að þá mun það vera skortur á félagslífi!,�?? segir Sæunn.
Besta minningin frá framhaldsskólagöngunni segir Sæunn að hafi verið þegar hún náði stærðfræði 102 eftir að hafa fallið þrisvar í röð. �??�?g vildi ég gæti sagt að þetta hefði verið stærðfærði 503 en þið fáið blákaldan sannleikann.�??
FabLab segir Sæunn að hafi verið sinn eftirlætis áfangi í skólanum og standi klárlega upp úr þegar litið er til baka. �??�?að mun vera vegna þess að þar færðu svolítið að stjórna sjálfur því sem þú gerir og færð að vinna hluti út frá þínum hugmyndum. Svo er Frosti, sem kennir FabLab, náttúrulega toppeintak af manni….eða svona oftast,�?? segir Sæunn.
En ætlar Sæunn í framhaldsnám? �??�?g hef svona aðeins verið að skoða mig um en kannski ekkert of mikið. En það sem hefur heillað mig mest upp á síðkastið er hárgreiðslunám í Hárakademíunni en annars er ekkert staðfest,�?? segir Sæunn sem hefur þó ákveðið að fara að heiman þar sem hún hefur fengið vinnu í Reykjavík. �??�?g ætla að hoppa í djúpu laugina og flytja frá Hótel Mömmu yfir í borg óttans þar sem ég ætla að vinna í Glerauganu í Kringlunni.�??
Telur þú líklegt að þú munir búa í Vestmannaeyjum í framtíðinni? �??Mér hefur alltaf liðið rosalega vel í þessi 10 ár sem ég hef búið í Vestmannaeyjum og finnst mér ekkert ólíklegt að ég muni búa hér í framtíðinni,�?? segir Sæunn.
Að lokum var hún spurð hvort hún hefði einhver góð ráð fyrir tilvonandi stúdenta FÍV og hafði hún þetta að segja: �??Reynið að gera þessi ár sem þið eruð í framhaldsskóla sem best því þetta er tími sem þið fáið aldrei aftur og á að vera eftirminnilegur.�??
Ásgeir Elíasson nýstúdent: Eftirminnilegt að vera í hjólastól hálfa fyrstu önnina
Ásgeir Elíasson var í hópi stúdenta að þessu sinni en hann er 18 ára gamall og er sonur þeirra Elíasar J. Friðrikssonar og Kolbrúnar Kristjánsdóttur. �?líkt þeim Sæunni Ásu og Hönnu Siggu, þá útskrifaðist Ásgeir af náttúrufræðibraut.
Um kosti og galla við það að vera í FÍV hafði Ásgeir þetta að segja: �??�?arna eru góðir kennarar og svo er gaman að hafa alla vini sína með sér í skólanum. En á móti eru nokkrir áfangar ekki kenndir sem væri gott að hafa fyrir háskólanám.�??
Aðspurður út í sína bestu minningu frá FÍV segir Ásgeir ekki neitt sérstakt standa upp úr en það sé honum eftirminnilegt að hafa þurft að vera í hjólastól hálfa fyrstu önnina eftir að hafa fótbrotnað. En hvaða áfangi skyldi hafa verið í uppáhaldi? �??Mér fannst stærðfræðin alltaf fín en einnig var sálfræði og landafræði ágæt,�?? segir Ásgeir sem stefnir á inntökuprófið í læknisfræði. �??Fram að því mun ég eyða tíma mínum í að læra og fara á námskeið í Reykjavík.�??
Ekki taldi Ásgeir miklar líkur vera á því að enda í Vestmannaeyjum í framtíðinni en það sé aldrei að vita. Undir lokin, þegar blaðamaður fiskar eftir góðum ráðum fyrir tilvonandi stúdenta, vitnar Ásgeir í auðjöfurinn og frumkvöðulinn Bill Gates. �??�?ú þénar ekki 40 þúsund dollara á ári strax eftir útskrift. �?ú verður ekki forstjóri með gsm síma, fyrr en þú vinnur fyrir því.�??
Friðrik Magnússon nýstúdent: Á ekkert nema góðar stundir með þessum krökkum
Friðrik Magnússon er annar tveggja stráka sem blaðamaður ræddi við og líkt og Ásgeir, þá útskrifaðist hann af náttúrufræðibraut. Friðrik er 19 ára gamall og er sonur þeirra �?ddu Jóhönnu Sigurðardóttur og Magnúsar Bragasonar.
�??Kostirnir við FÍV eru margir,�?? segir Friðrik og heldur áfram, �??en að mínu mati var það viðmót kennara og annarra starfsmanna hjá skólanum gagnvart manni. Allir gerðu sitt besta þegar þú þurftir á hjálp að halda og tel ég það vera einn af þeim fjölmörgu kostum við að vera í minni skólum en eru t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Svo get ég ekki sleppt því að nefna hið frábæra félagslíf hér við FÍV, á ekkert nema góðar stundir með þessum krökkum og á eftir að sakna þeirra mjög. Eini gallinn sem ég get hugsað mér eru bílastæðin á efra planinu, þau eru aðeins of fá en get ekki nefnt neitt annað neikvætt um FÍV,�?? segir Friðrik jákvæður gagnvart sínum gamla skóla.
En hverjar eru bestu minningarnar? �??Besta minning mín er örugglega fyrsta ballið sem ég held sem formaður en það heppnaðist mjög vel og var alveg met mæting. �?g var mjög stressaður fyrir þar sem ég var pínu að hoppa beint í djúpu laugina. Einnig var gaman að vera paintball meistari FÍV með vel völdum vinum, það stendur einnig upp úr,�?? segir Friðrik og nefnir það, aðspurður, að eftirlætis áfangar hans hafi verið Saga 103 hjá Bald-
vini og Stærðfræði 503 hjá �?la Tý.
Á framhaldsskólagöngu sinni fór Friðrik í skiptinám vestur um haf og hefur hann þegar sótt um að fara þangað í framhaldsnám. �??�?g stefni á háskóla núna í haust en ég hef sótt um í Bandaríkjunum og svo mun ég einnig sækja um hér á Íslandi. �?g ætla bara að vega og meta möguleika mína miðað við þau tækifæri og valmöguleika sem ég hef og út frá því tek ég endanlega ákvörðun. En eins og staðan er núna stefni ég á að fara í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði,�?? segir Friðrik sem mun fram að því vinna og sinna fyrri störfum. �??�?g verð að vinna á Hótel Vestmannaeyjum og einnig verð ég í handboltanum. Svo er ég í nýsköpunaráfanga upp í FÍV og held mínu starfi sem formaður nemendaráðs áfram.�??
Telur þú líklegt að þú munir búa í Vestmannaeyjum í framtíðinni? �??Á einhverjum tímapunkti já, ég held það sé ekki til betri staður í heiminum en hér til að vera með konu og börn,�?? segir Friðrik sem endar viðtalið á nokkrum vel völdum orðum til nemenda FÍV. �??Njótið þess meðan þið getið, framhaldsskólaárin eru með þeim skemmtilegri. Ekki flýta þér, taktu þátt og gerðu eitthvað öðruvísi. �?g mæli eindregið með að sem flestir skoði skiptinemaprógrammið hjá AFS (skiptinemasamtök) en það hefur gjörbreytt lífi mínu.�??