Hauk­ar unnu ör­ugg­an sig­ur á ÍBV, 28:25, Olís-deild kvenna í Shen­ker­höll­inni á Ásvöll­um í dag. �?eir voru með yf­ir­hönd­ina all­an leik­inn og náðu mest sjö marka for­skoti í síðari hálfleik, 23:16. Hauk­ar voru tveim­ur mörk­um yfir í hálfleik, 12:10, en góður upp­hafskafli liðsins í síðari hálfleik lagði grunn að sigr­in­um ásamt stór­leik El­ín­ar Jónu �?or­steins­dótt­ur markv­arðar sem varði 20 skot. Mbl.is greindi frá.
Sem fyrr seg­ir þá voru Hauk­ar sterk­ari frá upp­haf­smín­út­um leiks­ins. �?eir tóku for­yst­una strax og héldu henni til enda. Flest­ir leik­menn Eyjaliðsins virt­ust dauf­ir í dálk­inn og náðu sér lítt á strik. Á síðustu mín­út­um leiks­ins freistaði Eyjaliðið að bíta frá sér í kjöl­far þess að Hauk­ar fóru illa að ráði sínu í nokkr­um sókn­um. �?á herti Elín Jóna róður­inn í mark­inu og varði hvert opið mark­tæki­færið á fæt­ur öðru auk þess sem stalla henn­ar, Tinna Hún­björg, varði eitt ví­tak­ast.
Hauk­ar eru í fjórða sæti deild­ar­inn­ar með 14 stig en Hauk­ar eru í sæt­inu fyr­ir neðan með 10 stig. Enn eru átta um­ferðir eft­ir af deild­inni en ljóst að þetta tap dró nokkuð úr mögu­leik­um ÍBV-liðsins á að ná fjórða sæti deild­ar­inn­ar. Fjög­ur efstu lið deild­ar­inn­ar ná sæti í úr­slita­keppn­inni um Íslands­meist­ara­titil­inn í vor.
Ramu­ne Pek­ar­skyte skoraði níu mörk fyr­ir Hauka og var marka­hæst þrátt fyr­ir að vera tek­in úr um­ferð veru­leg­an hluta leiks­ins. Hornamaður­inn Sigrún Jó­hanns­dótt­ir kom næst með fimm mörk. Greta Kavailu­skaite skoraði átta mörk fyr­ir ÍBV og Karólína Bæhrenz Láru­dótt­ir var næst með sjö mörk.