�??Meistaraflokkarnir okkar í handbolta komust í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári en komust því miður ekki í síðustu umferðina. Karlaliðið okkar datt út á móti Haukum í fjögurra liða undanúrslitum og stelpurnar duttu út í oddaleik á móti Fram í átta liða úslitum. Í þessum hópi áttum við nokkra landsliðsmenn og -konur sem spiluðu fyrir Íslands hönd og er gaman að minnast þess að nýlega var Kári Kristján Kristjánsson að keppa á HM í Frakklandi,�?? sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags í samantekt sinni um starfið á síðasta ári.
Hún sagði fótboltasumarið hafa verið nokkuð skemmtilegt en meistaraflokkar karla og kvenna komust í bikarúrslitaleikina á Laugardalsvelli. �?ar hafði Breiðablik betur á í kvennaleiknum og Valur fór með sigur af hólmi í karlaleiknum. Í ágúst hætti þjálfari karlaliðisins og var Ian David Jeffs kallaður til og stýrði bæði körlum og konum í síðustu umferðunum. �??Mig langar að nota þetta tækifæri og þakka Jeffsy fyrir að svara kalli félagsins og hjálpa strákunum að halda sér í deild þeirra bestu,�?? sagði Dóra Björk.
Hún var ánægð með árangur yngri flokkanna. �?riðji flokkur karla, fimmti flokkur kvenna á eldra ári og sjötti flokkur kvenna á yngra ári urðu Íslandsmeistarar í handbolta og þriðji flokkur karla á yngra ári og fjórði flokkur kvenna á yngra ári unnu B- úrslit í handbolta. �??Einnig átti félagið tvö lið í öðru sæti og sex lið í þriðja sæti á íslandsmótunum í handbolta og fótbolta.�??
ÍBV-íþróttafélag státar af ekki færri en 21 íþróttamanni sem lék með landsliði á árinu. �??Stærsti hlutinn spilaði fyrir Íslands hönd en einnig áttum við landsliðsmenn í landsliðum Mexico, Kosovó og El Salvador.�??
Dóra Björk hvatti fólk til að standa vörð um félagið og minnti á að allir leikmenn félagsins eru ÍBV-arar og beri því miklar ábyrgð. �??Við viljum að leikmenn okkar sýni baráttu, gleði, samvinnu og heilbrigði í öllum sínum störfum fyrir félagið,�?? sagði Dóra Björk og þakkaði næst styrktaraðilum allra deilda fyrir að hafa staðið vel við bakið á félaginu á síðasta ári og beri að þakka það.
�??�?ið sem starfið í kringum félagið, takk kærlega fyrir árið 2016. Við lærðum mikið á þessu ári sem á eftir að nýtast okkur um ókomin ár. Félagið okkar er mjög ungt en þann 30. desember sl. varð félagið 20 ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur félagið skapað sér mikla sögu og hefur til að mynda unnið um 40 Íslandsmeistaratitla á þessum árum.
Félagið hefur haldið fjörtíu knattspyrnumót, 21 þrettánda, 20 �?jóðhátíðir og fjölmörg handboltamót svo eitthvað sé nefnt. �?etta krefst mikillar vinnu sjálfboðaliðanna okkar en þeir vinna ekki eingöngu fyrir félagið sitt heldur fyrir allt samfélagið. �?g vil taka það stórt til orða að segja að það sé m.a. sjálfboðaliðunum að þakka að félagið og samfélagið sé þar sem við erum í dag. Verum stollt af því að vera í ÍBV og verum stolt af því að vera Vestmannaeyingar.�??
Á vetrarlokum handboltans voru Theodór Sigurbjörnsson og Ester �?skarsdóttir valin bestu leikmenn handboltans tímabilið 2015-2016.
Á sumarlokum fótboltans voru Cloe Lacasse og Aron Bjarnason útnend bestu leikmenn fótboltans tímabilið 2016.