Vorið 2015 var haldin svokölluð Starfamessa í Fjölbrautaskóla Suðurlands og var hún liður í Sóknaráætlun Suðurlands, unnin í samstarfi við Atorku �?? félag atvinnurekenda á Suðurlandi. Markmið messunnar var að kynna fyrir tilvonandi og núverandi framhaldsskólanemum hvað þeim stendur til boða þegar kemur að störfum meðal sunnlenskra fyrirtækja, eftir nám í verk-, tækni- og iðngreinum. Á messunni sameinuðust fyrirtæki og skólar um að kynna sig og sínar náms- og atvinnugreinar á líflegan og spennandi hátt. Messan þótti takast með besta móti og var það vilji allra þátttakenda að endurtaka leikinn á 2ja ára fresti.
Senn líður því að næstu messu sem haldin verður 14. mars 2017 og er undirbúningur fyrir hana kominn á fullt. Að þessu sinni var ákveðið að fá grunnskólanemendur til þátttöku í ríkara mæli og því var sett af stað myndbandakeppni milli allra 9. og 10. bekkja grunnskólanna þar sem þau eiga að taka fyrir ákveðna starfsgrein og fjalla um hana í stuttu myndbandi. �??Bestu�?? myndböndin munu svo hljóta vegleg verðlaun á messunni. Messan mun eftir sem áður fara fram í húsakynnum FSu en að þessu sinni mun nýtt húsnæði verknámsgreinanna, Hamar, jafnframt hýsa sýnendur.
Eins og áður sagði er öllum nemendum 9. og 10. bekk grunnskólanna og 1. og 2. bekk framhaldsskólanna á Suðurlandi boðið á messuna og munu þau njóta hennar fyrri hluta dags. Seinni hluta dags er svo fyrirhugað að bjóða foreldrum og örðum áhugasömum að koma og kynna sér nám og störf í áðurnefndum greinum. Vonast skipuleggjendur að sem flestir sjái sér fært að koma og sjá hversu fjölbreytt starfaflóra býðst nemendum sem ljúka verk-, tækni- eða iðnnámi.
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri Starfamessunnar
Ingunn Jónsdóttir