Kvennalið ÍBV í handbolta lagði Fram af velli í kvöld með sex marka mun en þær bláklæddu voru ósigraðar fyrir leikinn, lokastaða 32:26. Ester �?skarsdóttir átti stórleik og skoraði 11 mörk. Greta Kavaliauskaite átti einnig góðan leik og skoraði átta mörk. Sömu sögu er hægt að segja um Erlu Rós Sigmarsdóttur í markinu en hún varði gífurlega vel allan leikinn.
�?skar Pétur Friðriksson tók myndir.