ÍBV og Selfoss gerðu jafntefli, 28:28, í 18. umferð Olís-deildar karla í gær. ÍBV hefði getað stolið sigrinum með fríkasti þegar tíminn var liðinn en góð tilraun Róberts Arons Hostert hafnaði í stönginni.
�?að tók Eyjamenn rúmar sjö mínútur að skora fyrsta mark sitt í leiknum og kom það í hlut Sigurbergs Sveinssonar að brjóta ísinn. Leikurinn var í járnum allan tíman og náðu liðin aldrei meira en þriggja marka forskoti á hvort annað. Eyjamenn fóru þó illa að ráði sínu í lokasókn leiksins eftir leikhlé sem endaði með erfiðu fríkasti eins og fyrr segir.
Markahæstur í liði Eyjamanna að þessu sinni var Theodór Sigurbjörnsson með níu mörk en næstur kom Sigurbergur með sex. Stephen Nielsen átti góðan dag í markinu og varði 20 skot. Næsti leikur liðsins er gegn Fylki næstkomandi laugardag en þá verður leikið í Árbænum.
Líkt og undanfarnar vikur og mánuði þá fór leikurinn fram í gamla salnum sökum þess að gólfið í þeim nýja er úr sér gengið og ekki bjóðandi lengur. �?að er öllum ljóst að þetta ástand er ekki hægt mikið lengur því salurinn var hreinlega kominn að þolmörkum með alla þá 300 áhorfendur sem tókst að finna sér pláss á misgóðum stöðum. Ofan á það þá batnar ekki aðstaða áhorfenda þegar yfirsýn þeirra yfir völlinn skerðist frekar með tveimur uppistandandi körfum við áhorfendabekkina.
�?skar Pétur tók meðfylgjandi myndir.