Sjötugasta og fyrsta ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum næstkomandi laugardag. Yfirleitt fer ársþingið fram í Reykjavík en af og til hefur það verið haldið úti á landi. Á þinginu verður kosinn nýr formaður knattspyrnusambandsins en Geir �?orsteinsson, núverandi formaður, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs en hann hefur verið formaður frá árinu 2007. Valið stendur því á milli fyrrum landsliðsfyrirliðans Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar, formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen.