Í hádeginu gekk mikið eldingaveður yfir Vestmannaeyjar og sendi �?lafur Björgvin Jóhannesson í Skýlinu okkur myndir sem gefa smá hugmynd um það sem gekk á. Eldingunum fylgdu miklar þrumur og haglél. Var þetta eins og endapunkturinn á óveðrinu sem gekk hér yfir í morgun. Stóð þetta yfir í um 20 mínútur.
Nú spáir minnkandi suðaustanátt SV-til og dregur úr vætu. Annars suðaustan 23-30, hvassast á Norðurlandi Vestra, en lægir talsvert þar síðdegis. Suðaustan 18-25 A-til, en lægir þar í kvöld. Víða talsverð rigning, jafnvel mikil rigning SA-lands, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 4 til 10 stig. Lægir talsvert V-til í nótt, sunnan 3-10 og skúrir eða él þar á morgun og hiti 0 til 5 stig, en 15-23 og rigning eystra.