�??Við erum í verkfalli og getum ekki annað,�?? var svarið sem Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, sendi blaðamanni þegar hann var spurður um stöðuna í deilu sjómanna við útvegsmenn sem hefur staðið í tvo mánuði þann 14. febrúar nk. Síðasti fundur hjá Ríkissáttasemjara var á föstudaginn og skilaði engu. Í gær mættu fulltrúar vélstjóra og SFS hjá Ríkissáttasemjara en lítið kom út úr því. �?að er því allt strand og eins staðan er í dag gæti verið komið vel fram í mars áður en íslensk fiskiskip halda úr höfn. Í dag eru vel á fjórða hundrað manns án atvinnu í Vestmannaeyjum og á ástandið eftir að versna enn frekar.
Forsætisráðherra og sjávarútvegsmálaráðherra hafa gefið út að samstaða sé innan ríkisstjórnarinnar um að hún muni ekki hafa afskipti af deilunni. Deiluaðilar eins og flestir eru sammála um að lög á verkfallið sé ekki rétta leiðin en þau erum mörg dæmin um að ríkisstjórnir hafi liðkað fyrir samningum í kjaradeilum. Ein helsta krafa sjómanna er sjómannaafslátturinn sem verður að teljast sanngjörn. �?ó fjármálaráðherra segi að jafnt eigi yfir alla að ganga sem er í besta falli fyndið því um leið og hann bregður sér af bæ fær hann dagpeninga sem ekki er lagður skattur á. Flugstjóri sem flýgur erlendis að morgni og kominn heim í kvöldmat fær 11.000 krónur í dagpeninga, skattfrjálst. Dæmin eru því fyrir hendi.
Á stjórnarfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga var samþykkt ályktun sem send sjávarútvegsráðherra, samningsaðilum og öllum þingmönnum í gær. �?ar er lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni. �??Verkfallið hefur nú staðið í u.þ.b. tvo mánuði og er farið að hafa mikil áhrif sem ekki einungis ná til samningsaðila, heldur einnig stöðu landverkafólks og þeirra sem vinna óbein störf í sjávarútvegi og eru ekki aðilar að kjarasamningi sjómanna og útgerðarmanna. Í jafn mikilvægri atvinnugrein og sjávarútvegi, er ábyrgð aðila mikil. Ljóst er að staðan er þegar orðin alvarleg í mörgum sjávarútvegssveitarfélögum og stefnir í óefni að óbreyttu,�?? segir í ályktuninni og hvetur stjórnin samningsaðila og ríkisstjórn Íslands til að leita allra leiða til að liðka fyrir lausn málsins, þannig að koma megi í veg fyrir frekara tekjutap þjóðarbúsins í heild sinni.
Á fáum stöðum er staðan eins alvarleg og í Vestmannaeyjum þar sem hátt í 400 manns eru án atvinnu vegna verkfallsins. Lítið er að gera hjá fyrirtækjum sem þjónusta flotann og farið er að bera á uppsögnum. Sama á við um verslanir og þjónustufyrirtæki, þar er mikill samdráttur. �?að er því ljóst að það tekur tíma fyrir Vestmannaeyjar að rísa upp að nýju að verkfalli loknu.
Sjá nánar á bls. 9.