Vegna bilunar í stæðu leiddi Rimakotslína 1 út og í kjölfarið fór rafmagn af Vestmannaeyjum segir á vefsíðu HS Veita. Skömmu síðar var varaafl keyrt í gang og komst þannig rafmagn aftur á bæinn. Enn fremur segir að vegna eldingaveðurs var ekki hægt að hefja viðgerð strax, en um klukkan 19:30 gaf Veðurstofan grænt ljós á að óhætt væri að hefja viðgerðir. Á meðan þeim stóð var rafmagni skammtað en kl. 23:16 var aftur komin spenna á aðveitustöðina í Eyjum og truflun lokið.