Hlyn­ur Andrés­son setti nýtt Íslands­met í 3.000 metra hlaupi karla inn­an­húss á frjálsíþrótta­móti í Indi­ana í Banda­ríkj­un­um, Meyo In­vitati­onal, á miðviku­dags­kvöldið. Mbl.is greindi frá.
Hlyn­ur, sem er 23 ára gam­all og kepp­ir fyr­ir ÍR, hljóp vega­lengd­ina á 8:06,69 mín­út­um og hafnaði í átt­unda sæti af 50 kepp­end­um í hlaup­inu. Hann var aðeins 1,69 sek­úndu frá lág­mark­inu fyr­ir Evr­ópu­meist­ara­mótið inn­an­húss sem fram fer í Belgrad 3.-5. mars.
Hlyn­ur bætti tíu ára gam­alt Íslands­met Kára Steins Karls­son­ar ræki­lega, eða um ríf­lega fjór­ar sek­únd­ur, en Kári hljóp á 8:10,94 mín­út­um í Laug­ar­dals­höll­inni í janú­ar árið 2007.
Kári sló þá 26 ára gam­alt met Jóns Diðriks­son­ar, frá ár­inu 1981, og þetta er því aðeins í annað sinn á 36 árum sem sá ár­ang­ur Jóns er bætt­ur. �?að met var 8:11,80 mín­út­ur.
Áður átti Hlyn­ur þriðja besta tíma Íslend­ings í grein­inni en hann hljóp á 8:13,55 mín­út­um í Banda­ríkj­un­um fyr­ir tveim­ur árum.