�?óra Hrönn Sigurjónsdóttir leitar til fólks um að fórna gallabuxum til að sníða þær niður í skó fyrir börn í �?ganda. �?etta eru börn sem eiga ekki skó og ganga um berfætt hvort sem er í vinnu eða skóla. Við að ganga svona berfætt eru börnin í hættu á að flær í jarðveginum bíti og verpi eggjum inn í fætur þeirra, við það eru börnin �??úr leik�?? Fáfræði er mikil og þessum börnum er úthýst af sjúkrahúsum og heilsugæslum því fólk heldur að þetta sé bölvun á börnunum.
Ástæðan fyrir því að ég kynntist þessu er að ég kaupi Ilmkjarnaolíur af fyrirtækinu Young Living, en það styrkir þetta verkefni. Verkefnið heitir Sole Hope og er markmið þess að útvega börnum í �?ganda skó svo þau geti tekið þátt í daglegu lífi þ.e sótt vinnu og farið í skólann. Börnin fá líka fræðslu og þau eru meðhöndluð af starfsfólki Sole Hope sem hreinsar fætur og hendur þeirra af flóm og eggjum undir húðinni. �?g hvet fólk til að fara á You Tube og finna Sole Hope, það er svakalegt að sjá hvernig þetta fer með börnin.
Með því að taka þátt, eiga góða stund með ættingjum og vinum og endurvinna gallabuxur getum við bætt lífsgæði þessara barna. �?að sem þarf að gera til að taka þátt er að bjóða í hitting, Sole Hope partý. Bjóða vinum/vinkonum, saumklúbbnum, gönguhópnum, hverjum sem manni dettur í hug. Hver og einn mætir með gallabuxur og sitt hvað fleira. �?g mæti að sjálfsögðu í hittinginn og leiðbeini. �?g er búin að panta og fá snið frá Bandaríkjunum, skóstærðin sem ég fékk er á 12 til 18 mánaða börn,�?? segir �?óra Hrönn og hvetur fólk til að hoppa á vagninn.
�?að eina sem við gerum að að klippa buxurnar niður eftir sniðinu. Skórnir eru svo saumaðir saman í �?ganda, þannig að verkefnið er líka að skapa vinnu þar. Í upphafi átti ég mér draum um að útvega 100 börnum skó en er nú þegar komin með 30 skópör og bara búin að fara í tvö Sole Hope partý. �?annig að eigum við ekki að segja að draumurinn sé núna 500 skópör. �?g held að við förum létt með það. Grunnskólinn hefur sýnt þessu áhuga og væri frábært að komast með þetta inn í einhver félagasamtök.
�?g yrði rosalega þakklát ef fólk myndi vilja taka þátt í þessu með mér, setja sig í samband við mig með Facebook skilaboðum, með tölvupósti á [email protected] eða hringja í mig í síma 864-0411.