�??Varðandi jarðskjálftamælingar í Vestmannaeyjum, þá er þar nú þegar einn mælir eins og kom fram á fundinum. Hins vegar er mjög æskilegt að koma fyrir öðrum mæli til að staðsetning skjálftanna verði nákvæmari en nú er. Jarðmælingateymi Veðurstofunnar tók þetta fyrir á fundi sínum 20. janúar og leggur fram tillögur varðandi kosti og galla mismunandi staðsetninga, einnig þarf að fjalla um kostnað við uppsetningu og rekstur og hvaða möguleikar eru í stöðunni. Við erum í samskiptum við Páleyju Borgþórsdóttur varðandi þetta,�?? sagði Sigrún Karlsdóttir, Dr. Scient. Og náttúruvárstjóri
Veðurstofa Íslands.
�??Á fundinum sögðum við einnig frá áhættumati vegna eldgosa á Íslandi, verkefni sem Veðurstofan leiðir með þátttöku sérfræðinga Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landgræðslunnar, Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra og fleiri aðila. Markmið heildarverkefnisins er að draga úr líkum á mannskaða, tryggja að tjónnæmi samfélagsins aukist sem minnst í náinni framtíð og gera samfélagið betur í stakk búið til að takast á við afleiðingar eldgoss. Í tengslum við þetta verkefni þá hefur verið útbúin s.k. vefsjá þar sem finna má upplýsingar um hin 32 virku eldfjallakerfi sem eru á landinu. Vefsjánna er að finna á slóðinni (http://icelandicvolcanoes.is/ ). Sérstök kynning var haldin þann 2. febrúar á Veðurstofunni þar sem farið var yfir hvaða upplýsingar er að finna á vefsjánni, hvernig má nota hana.�??
Eitt af þeim verkefnum sem unnið er að eru eldgos nálægt þéttbýli og eru Vestmannaeyjar teknar sérstaklega fyrir. �??Farið var yfir hvað hefur verið gert fram til þessa og helstu niðurstöður sem liggja nú fyrir. Endurgreining mælinga frá eldgosinu 1973 hefur verið gerð og nýjasta tækni notuð til að draga fram allar upplýsingar. Reiknilíkön eru notuð m.a. til að reikna dreifingu á gosösku og einnig til að herma hraunflæði.
Eldgosið 1973 hefur verið notað sem sviðsmynd og reiknilíkönin herma ágætlega dreifingu ösku og hraunflæði frá gosinu. Unnið er að gerð líkindakorta til að meta hugsanlega dreifingu gosmakkar í framtíðareldgosi og áhrifum þeirra m.a. á innviði. �?ær niðurstöður má svo nýta við gerð viðbragðsáætlana og skipulagsmála, með því megin markmiði að draga úr áhrifum eldgosa á samfélagið. Í þessu verkefni hefur einnig verið reiknað þol húsþaka vegna ösku. �?? Ef vel gengur þá munu drög að skýrslu þessa verkefnis liggja fyrir í lok þessa árs.�??
Á fundinum var enn fremur farið yfir hvernig Veðurstofan vaktar jarðskorpuhreyfingar, fyrirboða eldgosa, og vöktun á ösku- og gasútstreymi frá eldgosum. �??Farið var yfir hvernig samskiptum við viðbragðsaðila eins og Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, hagsmunaaðila og almenning er háttað. Sagt var frá gerð s.k. likindatrjáa eldgosa, sem sýnir kort af mögulegri þróun þeirra, en það eru góðar upplýsingar sem nýtast sérfræðingum sem bera ábyrgð á vöktun, viðbrögðum og útgáfu viðvarana. Einnig var sagt frá hugsanlegum áhrifum Kötlugoss á Vestmannaeyjar. Lögð var áhersla á mikilvægi góðrar samvinnu en þannig má vinna að því að gera gott kerfi enn betra og að upplýsingarnar sem veittar eru komi að gagni fyrir samfélagið,�?? sagði Sigrún.
Varðandi aðra náttúruvá nefndi hún veðrið sem var ekki rætt á fundinum í Eyjum. �??�?ar er Veðurstofan með góðar mælingar. Við erum núna að vinna með Isavia að ná enn betri gögnum frá flugvellinum, til viðbótar við aðrar stöðvar sem fyrir eru,�?? sagði Sigrún að endingu.