Um miðjan janúar var haldinn fundur viðbragðsaðila með sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands um eldgosahættu í Vestmannaeyjum og áhrif vegna Kötlugoss. Fundinn, sem haldinn var að frumkvæði Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum sóttu um 90 manns, viðbragðsaðilar í Eyjum, fulltrúar fyrirtækja við höfnina og Sjúkrahússins. �?á voru á fundinum þau Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, Sigrún Karlsdóttir náttúruvástjóri Veðurstofunnar, Kristín Vogfjörð, hópstjóri jarðar- og eldgosa hjá Veðurstofu Íslands, Melissa Anne Pfeffer, Sara Barsotti og �?óra Björg Andrésdóttir. Margt athyglisvert kom fram á fundinum, m.a. að flóðbylgja gæti skollið á Vestmannaeyjum og haft töluverð áhrif þegar Katla gýs. Líka að fjölga þurfi jarðskjálftamælum í Eyjum en hér er aðeins einn mælir. �?rátt fyrir fjölda mæla á Suðurlandi hefur komið í ljós að ekki er hægt staðsetja jarðskjálfta sem hér verða af fullri nákvæmni.
�??�?að er fullt tilefni til að afla upplýsinga um hættu á eldgosum við Vestmannaeyjar og taka umræðu um það á hverju viðbragðsaðilar geti átt von. Leitað var til sérfræðinga í eldgosahættu við Vestmannaeyjar til að fara yfir stöðuna, kynntar nýjustu rannsóknir og vinna við hættumat sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið af hálfu Veðurstofu Íslands. Ákveðið var að boða fleiri en skipulagða viðbragðsaðila til fundarins þar sem til stóð að ræða mögulegt flóð vegna Kötlugoss og því þótti nauðsynlegt að kynna þá vá fyrir útgerðaraðilum, fyrirtækjaeigendum og þeim sem eiga hagsmuni við höfnina,�?? segir Páley í samantekt um fundinn sem hún sagði að hefði heppnast mjög vel.
Vöktun, viðvaranir og spár.
Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands, sem vakta náttúruvá á Íslandi og vísindamenn frá Háskóla Íslands sem hafa gert miklar rannsóknir á hafsbotninum við Eyjar auk frekari rannsókna fluttu eftirtalda fyrirlestra á fundinum. Sigrún Karlsdóttir sagði frá áhættumati vegna eldgosa á Íslandi, Ármann Höskuldsson rakti sögu eldvirkni og náttúruvár í Vestmannaeyjum, Kristín Vogfjörð fór yfir jarðskjálfta og virkni, Melissa Anne Pfeffer, hópstjóri jarð og eldgosa VÍ sagði frá hugsanlegum eldgosum nálægt þéttbýli þar sem Vestmannaeyjar eru áþreifanlegt dæmi, Sara Barsotti flutti yfirlit yfir stöðu verkefnisins, Vöktun, viðvaranir og spár vegna eldgosa og �?óra Björg Andrésdóttir meistarnemi við HÍ sagði frá Vetools og mögulegri notkun þess við bráðamat.
�??Sigrún kynnti forsögu þess að farið var að vinna áhættumat vegna eldgosa á Íslandi og að hluti fyrsta áfanga hættumatsins er forgreining á eldgosum nálægt þéttbýli og alþjóðlegum flugvöllum og þess vegna var byrjað að vinna að hættumati fyrir Vestmannaeyjar og Reykjanesið árið 2013,�?? segir Páley í samantekt um fundinn.
�?skufall og flóð vegna Kötlugoss.
�??Ármann Höskuldson fór yfir sögu eldvirkni í Vestmannaeyjum og náttúruvá vegna eldgosa, öskufalls og flóða vegna Kötlugoss og hættu vegna hruns úr fjöllum. Ármann hefur farið fyrir rannsóknum á hafsbotninum við Vestmannaeyjar og kortlagt eldstöðvakerfið Vestmannaeyjar þar sem greina má 50 gosop og þekkt gígasvæði. Ármann kvað tólf goshrinur hafa komið fram á 15.000 árum með u.þ.b. 1250 til 1500 árum á milli goshrina. Hann kvað ekki vitað hvort við værum stödd í miðri goshrinu eða hvort henni hefði lokið með Heimaeyjargosinu. Hann kvað alla vita að Vestmannaeyjar væru virk eldstöð en einmitt þess vegna væri þörf á að fylgjast vel með og tryggja að allt viðbragð sé í lagi.�??
Páley segir að Ármann hafi einnig rætt um Kötlu sem hefur verið að minna á sig undanfarið og hvaða vandamál gætu fylgt Kötlugosi fyrir Vestmanneyjar. �?ar er helst um að ræða öskufall og flóðbylgjur sem komið hafa inn í Vestmannaeyjahöfn í Kötlugosi sem að meðaltali hafa verið með 50 ára millibili. �??Í dag eru 98 ár frá síðasta Kötlugosi árið 1918 og má því segja að Katla sé komin á tíma. Aska sem kemur frá Kötlu er sérstaklega fín og getur valdið ýmsum erfiðleikum hér til að mynda gæti orðið þörf á að setja síur á loftræstikerfi og slíkt þar sem fín aska getur verið hættuleg öndunarfærum fólks.
Í þykku öskufalli yrði myrkur í Vestmannaeyjum og dauðaþögn og bókstaflega ekki hægt að sjá handa sinna skil. Eftir Kötlugos árið 1725, 1755 og 1918 eru til heimildir um flóðbylgjur í Vestmannaeyjahöfn þar sem sjór hefur gengið á land og virðist samkvæmt heimildum að flóðbylgja frá 1755 hafa verið sérstaklega öflug.�??
Nægur tími til að bregðast við
Talið er að frá því að gosmökkurinn sést frá Kötlu líði u.þ.b. tvær til þrjár klukkustundir þar til mögulegt flóð eða hækkun á sjávarstöðu verði í Vestmannaeyjum. Sagði Ármann að orsakir þess séu ekki þekktar en mögulega er um það að ræða að við framburð í hlaupi fram í sjó, falli set af landgrunninu á mikið dýpi sem valdi flóði. �?tti sá tími að nægja við að koma skipum úr höfn og gera viðeigandi ráðstafanir norðan Strandvegar þar sem áhrif flóðs yrðu mest.
�?að sem er sérstakt við flóðbylgjur er bylgjulengd þeirra sem getur verið hundruð til kílómetra löng. Sýndi Ármann kort sem sýnir hvað gerist ef sjávarstaða hækkar allt frá undir einn meter, einum til tveimur metrum, þremur til fimm metrum og fimm til sjö metrum yfir sjávarmáli. Dæmi hans voru miðuð við sjávarstöðuna 0 en hæð sjávar sveiflast um 2,7 metra í höfninni á milli flóðs og fjöru og þannig er ljóst að það getur skipt verulegu máli hver sjávarstaðan er þegar Katla gýs.
Ármann ræddi einnig hættu á hruni í fjöllum í Eyjum og þá eru viðkvæmustu staðirnir hafnarsvæðið, Heimaklettur, Klifið og þar sem byggðin er næst en einnig Dalfjallið og Fiskhellar þar sem er talsverð umferð fólks og útivistarsvæði. Ármann sagði hættuna ókannaða og kynnti verkefni sem vísindamenn eru að fara af stað með sem byggir á því að mæla nákvæmlega alla hreyfingu á berginu þannig að hægt sé að vakta það ef hreyfing verður óeðlilega mikil. Stefnt er að því að setja upp slík mælitæki í Vestmannaeyjum í sumar.
Fleiri jarðskjálftamæla
Kristín Vogfjörð fór yfir jarðskjálftavirkni og virkni fyrir Heimaeyjargosið og mæla sem til staðar voru til að greina jarðskjálfta 1973. Eins og kunnugt er var einn mælir af þremur bilaður þannig að tveir skurðpunktar þessa tveggja mæla gáfu til kynna tvo mögulega staði þar sem skjálftarnir ættu upptök sín, Vestmannaeyjar eða Torfajökul. Á mæli við Skammadalshól í 60 km fjarlægð greindust fjórir skjálftar þann 21. janúar 1973 og frá miðnætti 22. janúar mældust 100 skjálftar við Eyjar. Á Laugarvatni í 90 km fjarlægð mældust fimm við Eyjar að kvöldi 22. janúar. Mælir í Sigöldu í 90 km fjarlægð var óvirkur.
Kristín sagði að í dag séu tugir jarðskjálftamæla á Suðurlandi sem mæla jarðskjálfta í Vestmannaeyjum og einn í Eyjum. Kristín kvað ófullnægjandi að vera aðeins með einn jarðskjálftamæli í Vestmannaeyjum þar sem töluverð skekkja kæmi fram í þeim mælingum af þeirri ástæðu að fjöldi mæla á Suðurlandi hafa áhrif á mælingarnar.
Til að mynda kvað hún skjálfta við Vestmannaeyjar hafa mælst vestan við Eyjar við Smáeyjar en þegar mælingin væri skoðuð betur með tilliti til upprunna skjálftanna væri ljóst að þeir ættu upptök sín norðaustur á Heimaey, í raun við sprunguna frá 1973. Kristín taldi nauðsynlegt að settir yrðu upp fleiri jarðskjálftamælar í Vestmannaeyjum og lagði til að mælir yrði settur upp í Bjarnarey eða Elliðaey og annar í Surtsey, þannig fengist mun nákvæmari mæling á upptökum skjálftanna sem er íbúum Vestmannaeyja nauðsynlegt.
Áhættumat fyrir Vestmannaeyjar
Melissa Anne Pfeffer og Sara Barsotti eru sérfræðingar sem vinna að gerð áhættumats fyrir Vestmannaeyjar og Reykjanes hjá Veðurstofu Íslands. �?ær lýstu útreikningum á kornastærð ösku, öskufallsmælingum, útreikningum á því hvert væri burðarþol á þökum í Vestmannaeyjum, útreikningum á hraunflæði og fleiri fræðilegum atriðum sem miðast mörg að því að endurgreina mælingar frá eldgosinu 1973 og draga fram allar upplýsingar frá þeim með nýjustu tækni. Hættumatið er ekki tilbúið og enn á eftir að skoða innviði nánar og taka tillit til fleiri þátta eins og sprengigoss ofl.
Að lokum hélt �?óra Björg Andrésdóttir mastersnemi Ármanns Höskuldssonar í jarðfræði fyrirlestur um verkefni sem kallast VeTOOLS þar sem markmið er að þróa og bæta áhættumatsgerð á virkum eldfjallasvæðum, að meta langtíma- og bráðavá af völdum eldvirkra svæða og veita verkfæri til að auðvelda ákvarðanatöku og utanumhald á óvissutímum. Verkefnið var stutt af ESB og leitt af Spáni, Íslandi og Portúgal í samstarfi við Frakka og Ítali. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa tekið virkan þátt í verkefninu með tilliti til almannavarna en verkefnið lýtur helst að eldfjallaeyjum, Kanaríeyjum, Azore Eyjum, Íslandi og Vestmannaeyjum.
Að loknum fyrirlestrum var opnað fyrir umræður þar sem fundarmenn höfðu kost á að spyrja fyrirlesara. Fundarmenn höfðu mestar áhyggjur af flóði vegna Kötlugoss og einnig var nokkuð rætt um nauðsyn þess að fjölgja jarðskjálftamælum þar sem ljóst var af fundinum að aðeins einn jarðskjálftamælir er í Eyjum þegar þörf er á að minnsta kosti þremur.
Páley sleit fundi með þeim orðum að þessi fundur væri byrjun á frekari vinnu vegna þeirrar vár sem steðjar að Vestmannaeyjum. Sagði Páley kröfu fundarins um að fjölga hér jarðskjálftamælum skýra og yrði fylgt eftir af fullum þunga. Hún kvað mikilvægt að þeir sem ættu hagsmuni við höfnina leiddu nú hugann að því að þeir þurfi að bregðast við fari Katla að gjósa. Að því sögðu var afar mikilvægt hversu vel fundurinn var sóttur.
Varðandi Kötlugos og flóðahættu liggur nú fyrir að sérfræðingar HÍ hafa áhuga á að útbúa þrívíddarkort af hafnarsvæðinu með byggingum þar sem hægt er að gera sér grein fyrir hvert sjór muni flæða miðað við mismunandi forsendur á sjávarhæð. Líklega munu fleiri stofnanir koma að slíkri vinnu en þegar henni er lokið verða þær niðurstöður að sjálfsögðu kynntar fyrir sömu aðilum og sóttu fundinn. Ennfremur er hafin vinna við að skoða mögulegar forvarnir vegna flóðahættu. Lögreglustjóri mun leiða þess vinnu fyrir hönd almannavarnanefndar Vestmannaeyja.