Jón Ingason skrifaði á dögunum undir nýjan samning við ÍBV en hann rifti samningi sínum við félagið síðasta haust. Jón á að baki 84 leiki í efstu deild og bikarkeppni með ÍBV en hóf feril sinn með félaginu árið 2011.
�?ú nýttir uppsagnarákvæði í samningi þínum í haust og ert núna búinn að semja aftur. Hvað fékk þig til að koma aftur? �??Ástæðan fyrir því að ég ákvað að nýta mér uppsagnarákvæðið í samningum var vegna þess að aðstæður mínar voru breyttar. �?á var staðan sú að ég væri mögulega á leið erlendis í háskólanám. Í ljósi þess vildi ég koma heiðarlega fram við félagið mitt og setjast niður til þess að semja upp á nýtt miðað við þær forsendur. Eins og ég hef áður sagt þá hefur það alltaf verið minn vilji að vera áfram í Eyjum enda er ÍBV mitt félag. �?g er uppalinn Eyjamaður og með stórt Eyjahjarta og það mun aldrei breytast,�?? segir Jón.
Sjálfur segist Jón vera spenntur fyrir komandi tímabili með ÍBV og telur hann liðið geta náð árangri. �??�?g er bjartsýnn og spenntur fyrir sumrinu. �?g tel okkur vera með lið sem getur gert góða hluti og ég hef fulla trú á að við getum náð góðum árangri. Við þurfum að láta verkin tala inni á vellinum.�??
Mörg lið sýndu áhuga
Var áhugi á þér annars staðar frá? Já, það var áhugi frá öðrum liðum á höfuðborgarsvæðinu sem og liðum utan þess. En þrátt fyrir það þá var það minn vilji að vera áfram í Eyjum og ég er mjög sáttur með að klæðast hvítu treyjunni áfram,�?? segir Jón sem kveðst nokkuð ánægður með hópinn eins og staðan er í dag.
�??�?g hef horft á alla leiki liðsins í Fótbolti.net mótinu í janúar og liðið hefur heillað mig með sinni spilamennsku, þá sérstaklega á móti Breiðabliki og Keflavík. Einnig hefur verið gaman að sjá unga uppalda Eyjapeyja eins og Sigurð Arnar og Frans Sigurðsson spreyta sig í þessum leikjum og hafa þeir staðið sig vel eins og aðrir. �?að liggur enginn vafi á því að við erum með góðan hóp af leikmönnum og nú er breiddin að aukast sem er mjög jákvætt en það er vissulega alltaf hægt að styrkja hópinn ennþá meira.�??
Telur þú liðið eigi eftir að vera í baráttunni um Evrópusæti? �??�?g tel það vera fullsnemmt að spá einhverju um það á þessum tímapunkti. Auðvitað er stefnan alltaf sett á að gera betur en á fyrra tímabili og ná árangri. Evrópusæti er klárlega eitthvað sem öll lið vilja ná og ÍBV er engin undantekning þar. Við vorum grátlega nálægt því að komast í Evrópukeppni í fyrra og ég einfaldlega trúi ekki öðru en að það sé mikið hungur hjá bæði leikmönnum og öðrum að gera betur heldur en á síðasta tímabili,�?? segir Jón að lokum.