�?ótt bæjarstjórn sé það bæði ljúft og skylt að taka þátt í málefnalegum umræðum um hagsmuni Vestmannaeyjabæjar þá verður slíkt að eiga sér ákveðin takmörk. �?au takmörk liggja við línu málefnalegrar umræðu. Af þeim sökum hyggjast bæjarfulltrúar ekki fara í karp við ritstjóra eyjar.net um útboð ríkisins á rekstri Vestmannaeyjaferju. �?tboðið er til á pappír og er öllum aðgengilegt sem áhuga hafa og þarfnast ekki túlkunar ritstjóra né bæjarfulltrúa.
Til að freista þess enn og aftur að miðla málefnalegum upplýsingum til bæjarbúa skal þó eftirfarandi tekið fram:
1. �?að er ekki bæjarstjórn sem boðar hækkun fyrir hönd ríkisins né aðrar breytingar á verkefnum ríkisins. Vestmannaeyjabær hefur enga formlega aðkomu að ákvörðunum sem þessum. Vilji bæjarstjórnar er �??eins og svo ítrekað hefur komið fram- sá einn að þjónusta sé sem best og gjöld sem lægst. Að halda öðru fram er rangt.
2. Mikill meirihluti bæjarbúa ferðast með svokölluðum einingum. Í umræddu útboði er skýrt tekið fram að um leið og gjald er hækkað á ferðamenn og aðra þá sem sjaldan ferðast er afsláttur okkar heimamanna allt að 53%. Krónutalan í siglingum í Landeyjahöfn er því nánast óbreytt fyrir heimamenn en þegar siglt er í �?orlákshöfn er um mikla lækkun að ræða.
3. �?að er ekki hlutverk bæjarfulltrúa að leggja gögn ríkisins fyrir ritstjóra eyjar.net. �?tboðgögn þau sem umræðir í grein ritstjórans var (og er sjálfsagt enn) hægt að fá hjá Ríkiskaup og öllum aðgengileg. Er ritstjórinn hvattur til að kynna sér gögn þau sem hann skrifar um, áður en lagst er í skriftir.
4. �?að er ekki heldur hlutverk bæjarfulltrúa að láta ritstjóra eyjar.net vita hvenær ríkið býður út rekstur Herjólfs. Slíkt er vandlega auglýst og aðgengilegt að fá um slíkt upplýsingar.
Bæjarfulltrúum þykir afar miður að tilraunum þeirra til að berjast fyrir hagsmunum bæjarbúa og upplýsa um stöðu mála skuli vera mætt með því að gera þá beint ábyrga. �?að er hreinlega eins og að saka þá sem berjast gegn ofbeldi ábyrga fyrir ofbeldinu sjálfu. Hið sanna er að ríkisrekstri og þ.m.t. samgöngum er stjórnað af Alþingi en (illu heilli) ekki af bæjarstjórn Vestmannaeyja
Bæjarfulltrúar munu þó hér eftir sem hingað til með ánægju eiga skoðanaskipti við áhugasama með það að markmiði að upplýsa bæjarbúa.
Birna �?órsdóttir, bæjarfulltrúi
Elliði Vignisson, bæjarfulltrúi
Hildur Sólvegi Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi
Páll Marvin Jónsson, bæjarfulltrúi
Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi