Skattadagur Deloitte fer fram á fimmtudaginn kemur í Akóges húsinu milli kl. 12-13:30. �?etta er í þriðja sinn sem Skattadagur Deloitte er haldinn í Vestmannaeyjum en fundurinn hefur verið vel sóttur og skapað líflegar umræður.
Á Skattadeginum verður farið yfir helstu skattabreytingar undanfarið ár, en að venju kennir ýmissa grasa á þeim vettvangi sem mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækja hafi yfirsýn yfir. �?á verður farið yfir viðamiklar breytingar sem gerðar voru á lögum um ársreikninga auk þess sem Stefán �?ór Lúðvíksson hjá Eyjablikk mun fara yfir það helsta sem er á döfinni hjá fyrirtækinu. Fundarstjóri verður Hafsteinn Gunnarsson, yfirmaður Deloitte í Vestmannaeyjum.�??