Á þriðjudaginn ákvað sjávarútvegsráðherra á grundvelli tillagna Hafró að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196.075 tonn á vertíðinni. Áætlað heildarverðmæti loðnuaflans er um 17 milljarðar króna. Heildarhluti Eyjaflotans í kvótanum er um 50.000 tonn þannig að ljóst er að mikið er í húfi.
Hlutur Ísfélagsins í loðnukvótanum er 21,5% eða um 38.000 tonn, Vinnslustöðin hefur yfir að ráða 11% sem losa 20.000 tonn og uppsjávarskipið Huginn VE er með um 1,5 eða tæp 3000 tonn. �?að er því ljóst að hagsmunir Vestmannaeyja eru miklir að aflinn náist.
Ef allt væri eðlilegt væru loðnuveiðar komnar í fullan gang en allt er strand vegna sjómannaverkfallsins sem staðið hefur í tvo mánuði. Sjómenn lögðu fram sáttatillögu á mánudaginn sem háð er aðkomu ríkisstjórnarinnar en þar er ekki að sjá að nokkur áhugi sé á að deila leysist á næstunni.
�?að er ekki að sjá að sjávarútvegsráherra hafi minnsta áhuga á að verkfall sjómanna leysist á næstunni. Skilja má af fréttum að tilboð sjómanna um lausn á deilunni standi og falli með ákvæði um að sjómenn fái fæðiskostnað dregin frá skatti. Sambærilegt og aðrar starfstéttir hafa í formi dagpeninga þar sem sannanlegur kostnaður er undanþeginn skatti. Fríðinda sem ráðherrann eins og aðrir opinberir starfsmenn, nýtur á meðan hún �??flytur�?? skrifstofur sínar á Ísafjörð.
Á R�?V í gærmorgun sagðist �?orgerður Katrín Gunnarsdóttir aðspurð ekki ætla að grípa inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu eða með breytingum á skattalöggjöf. Deiluaðilum hafi verið falin umsjá með auðlind þjóðarinnar og beri þá ábyrgð að semja. Og spurningin var í anda R�?V: �??Finnst þér að ég eigi að koma með sértækar aðgerðir, og eins og sumir eru að leggja til, að niðurgreiða laun fyrir útgerðarmenn?�?? �??�?g er því mótfallin. �?g er mótfallin sértækum aðgerðum,�?? segir ráðherrann og liggur ekki á þeirri skoðun sinni að bjóða eigi upp kvótann.
�??Mín skoðun er eindregið sú að við eigum að leita leiða í gegnum uppboðið. �?að er réttasta leiðin að því leyti að markaðurinn ræður þá því sem að útgerðin á að borga og ef að það gengur illa þá borgar hún minna og ef að það gengur betur þá tekur hún meiri þátt í að byggja upp innviði samfélagsins.�??
Við R�?V sagðist hún reiðubúin til að koma að málinu með almennum hætti, til dæmis með því að styðja þær byggðir sem standa illa vegna verkfallsins og er þar að rugla saman eplum og appelsínum og bendir á það augljósa. �??�?au sveitarfélög sem hafa byggt upp ábyrgt fiskeldi eru að koma betur út úr þessu sjómannaverkfalli heldur en önnur. Við erum að sjá erfiðleika hjá ákveðnum sveitarfélögum á Snæfellsnesi, fyrir norðan og fyrir austan, og mér finnst það vera að koma að hlutunum með almennum hætti, að styrkja þær byggðir,�?? sagði ráðherrann.
�?etta er sami tónninn og kom fram hjá henni í Silfrinu á R�?V og hefur verið athyglisvert að fylgjast með henni og fjármálaráðherra í fjölmiðlum undanfarið. Ekki síst á R�?V sem eftir meira en mánaðarlangt verkfall sjómanna uppgötvaði að málið snýst ekki bara um markaði fyrir fisk.
Sjávarútvegsráðherra kynnti í síðustu viku könnun á afleiðingum verkfallsins út um land. Og það sem birtist í skýrslunni var það sem allir vissu, verkfallið bitnar á öllum íbúum sjávarbyggða, fyrirtækjum í þjónustu á þessum stöðum blæðir, sveitarsjóðir skaðast, markaðir eru í hættu og spurning hvort öll fyrirtæki í sjávarútvegi lifi af verkfallið.
Og ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vill ekki lyfta litla fingri til lausnar deilunni þar sem krafan er að sjómenn sitji við sama borð og aðrar stéttir í landinu.