Loðnuflotinn hélt til veiða í gærköldi strax eftir að ljóst var að samningur sjómanna og útgerðar hafði verið samþykktur. Var komið óþol í menn enda var loðnukvótinn aukinn í tæp 200.000 tonn þar sem hlutur Eyjaskipa er rétt um 50.000 tonn.
Skipin fundu loðnu grunnt undan �?ræfum og er fyrsta skipið, Kap VE á leið í land með 500 tonn sem fara til vinnslu í Vinnslustöðinni. Er Kap væntanleg milli klukkan tíu og ellefu í kvöld.