Lög­regl­an í Vest­manna­eyj­um ósk­um eft­ir upp­lýs­ing­um frá bæj­ar­bú­um en skemmd­ir voru unn­ar á hluta tjaldsvæðis­ins í Herjólfs­dal um helg­ina. Ein­hver gerði sér það að leik að spóla um svæðið á bif­reið og skildi það eft­ir stór laskað kem­ur fram í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar á Face­book. Lög­regl­an tel­ur að spólið hafi átt sér stað eft­ir klukk­an 19:00 á laug­ar­dags­kvöld en menn urðu var­ir við skemmd­irn­ar í morg­un.
�??�?að er leiðin­legt að sjá að menn þurfi að velja sér þetta svæði til að spóla um. �?að er óþarfi að vera að skemma og maður skil­ur ekki al­veg hugs­un­ina á bak við það,�?? seg­ir lög­reglumaður í sam­tali við mbl.is.