Enn eitt lífsstílsviðtalið er líklega það fyrsta sem margir hugsa þegar þeir lesa þessa fyrirsögn. �?g ætla ekki að fara að kenna þér hvernig þú átt að hefja nýjan lífsstíl heldur ætla ég að segja þér hvað fékk mig til að byrja. Hvað það var sem dreif mig upp úr sófanum. �?að eru engir tveir eins og það sem virkar á mig virkar ekki endilega á þig.
�?g gleymi seint þegar Gísli Hjartar Foster sagði mér frá því að það væri að byrja námskeið í Hressó með Biggest looser, þættir sem flestir ef ekki allir hafa séð, sem fyrirmynd. Hugmyndin er að vera ákveðinn hópur saman með völdum þjálfurum og enginn leyndarmál, eða hálfgert opinbert átak.
�?egar Gísli nefndi þetta við mig var ég á mjög slæmum stað, var að hreyfa mig lítið og ekkert að spá í mataræðið. �?g var með pressu úr mörgum áttum að taka mig á, bæði vinir og fjölskylda höfðu áhyggjur af mér og auðvitað ég sjálfur. �?g var samt búinn að heyra sömu tugguna svo oft að að ég leiddi þetta bara hjá mér. �?g var einfaldlega ekki tilbúinn. �?g er matarfíkill og ég þurfti hjálp. �?ess vegna hitti Gísli vel á mig þegar hann nefndi þetta við mig og ég sá leik á borði að þarna væri frábær tími til að snúa blaðinu við. �?g var búinn að prófa svo margt, sumt virkaði vel og annað ekki. Alltaf fór ég í sama farið og mér fannst ég vera að svíkja þá sem voru að reyna að hjálpa mér. Gekk það svo langt að ég vonaðist til að sleppa að hitta þetta fólk sem ég var búinn að ,,svíkja�??. En auðvitað bitnaði þetta mest á sjálfum mér. Um leið og maður áttar sig á því að þú gerir þetta fyrir sjálfan þig, og engan annan, þá ertu búinn að taka fyrsta skrefið.
Um það bil tveimur mánuðum fyrir námskeiðið í Hressó var ég ennþá með þetta á bakvið eyrað, hugsandi hvernig ég kæmist út úr þessu, og hvort ég væri nú að fara að svíkja Gilla vin minn sem hefur alltaf reynst mér svo vel.
Svo fékk ég skilaboð að þetta væri að byrja, að ég ætti að mæta á fyrirlestur og svo í mælingar. �?g var búinn að nefna þetta við mínu nánustu þannig ég gat ekki annað en mætt, mestmegnis til að gera þeim til geðs. En það breyttist eitthvað í mér mjög fljótt því ég er mikill keppnismaður. �?arna var ég kominn, tilbúinn að fara að keppa við aðra og ætlaði mér sko að vinna þetta. �?g gleymi því ekki þegar ég steig á vigtina heima hjá mér. Hún sýndi 203.8 kg og var erfitt að kyngja því þar sem ég hef forðast að vigta mig undanfarin ár. Til að bæta gráu ofan á svart þá var vigtin í Hressó of lítil fyrir mig þar sem hún þolir bara 200 kg. �?g skammaðist mín mikið fyrir að vera langþyngstur af öllum en sagði þó Jóhönnu og þeim í Hressó að ég væri 203 kg. Já, ég þorði ekki að segja þessi auka 800 gr. Strangt mataræði og æfingar skiluðu sér strax og kílóin hrundu af mér. �?g var jú að fara að vinna þetta, var þyngstur og þess vegna hafði ég hvað mest að vinna. Námskeiðið varði í tvo mánuði og ég náði mínu markmiði, að vinna keppnina. �?arna var boltinn farinn að rúlla, ég var búinn að setja mér fullt af markmiðum og líðanin var orðin mun betri. Eins og ég sagði áðan var þetta opinbert átak og allir voru að fylgjast með mér. Mér fannst t.d. allir vera að spá í mig og skammaðist mín að fara út búð fyrir ömmu og afa þegar það voru keyptar kökur eða eitthvað sætt, hræddur um að vera dæmdur. �?etta var þó eflaust meira bara í hausnum á mér. �?g fékk mikla hvatningu og hrós úr öllum áttum sem hjálpaði mér mikið. Eftir námskeiðið hélt ég áfram á fullu, kílóin héldu áfram að hrynja af mér og þolið varð betra. �?að sem ég gerði þarna sem ég hafði ekki gert áður var að ég lærði af fyrri mistökum. �?g vissi alveg uppskriftina að því að ná árangri og það hjálpaði mér að hafa þá þekkingu..�?g þurfti það aðhald sem ég fékk í Hressó, þau markmið og þá reynslu sem þau gáfu mér til að ná þessum árangri. �?g byrjaði í október 2014. Núna tæpum tveimur og hálfum ári seinna er ég enn að æfa á fullu og reyna að passa mataræðið. Í dag er ég um 130 kíló, missti meira en hálfan metra af mittismáli og lækkaði fitu-prósentuna um 18-19%. �?g hef verið duglegur að deila sögu minni í gegnum samfélagsmiðlana í von um að hreyfa við öðrum. �?g mæli hiklaust með því fyrir þá sem vilja taka fyrstu skrefin að kíkja í Hressó eða tala við einhvern sem hefur þekkingu í þessum málum. �?að er ótrúlega erfitt að gera þetta sjálfur, oft þarf maður á stuðningi að halda. Í dag er ég að senda �?nnu Dóru tölur þegar ég vigta mig og hún tekur mig í stöðumat reglulega.
Í rúmt eitt og hálft ár hef ég staðið í stað. �?að er óþolandi en samt ákveðinn sigur, því ég er búinn að finna lífsstíl sem gerir mér kleyft að lifa án þess að hlaða á mig aukakílóum. �?að sem virkar á mig er hreyfing númer eitt, tvö og þrjú. �?g er mikill íþróttamaður í mér og æfi badminton, fer í ræktina, spila golf á sumrin, og elska alla útiveru. Í dag borða ég nánast það sem ég vil en verð bara að hreyfa mig meira og forðast að þyngjast aftur.
�?g á mér ennþá markmið sem ég ætlaði að vera löngu búinn að ná en þetta snýst um þolinmæði þar sem nýja lífið mitt er rétt að byrja. �?g veit alveg hvað ég þarf að gera til þess að ná markmiðunum mínum. �?að er að borða jafn hollt og skynsamlega og ég gerði í byrjun átaksins. �?g er ennþá virkur matarfíkill. Bara það eitt að stelast í smá nammi snemma dags veldur því að ég er að berjast á móti sykurlönguninni allan daginn. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært af þessu er að einn slæmur dagur er ekki endir alheimsins. �?g verð bara að eiga betri daga á eftir þessum slæmu.
�?g á mér nokkrar fyrirmyndir, sem ég reyni að læra af á hverjum degi. Sumar þeirra eru á samskiptamiðlunum en svo er ég svo heppinn með að geta hitt aðra og fengið ráð og hvatningu. �?g gæti eflaust skrifað heila ritgerð um sjálfan mig, og þennan lífsstíl, en með þessu innslagi hef ég vonandi náð að miðla minni reynslu til einhvers sem langar að taka sín fyrstu skref eða halda áfram í því sem fyrir er. �?g er mjög sammála því að mataræðið er stærsti þátturinn, hreyfing er kannski ekki aukaatriði en hún er mikilvægur félagi í þessum lífsstíl.
Nýja lífið mitt er svo miklu betra en það gamla, ég er að upplifa svo margt í dag sem mig gat aðeins dreymt um. �?g er auðvitað hræddur um að fara í gamla farið en ég ætla ekki leyfa mér það.
�?g þarf því berjast alla daga í þessu. Sumir dagar eru bara slæmir og vigtin fer alveg upp einstaka sinnum, en ég tel mig sem betur fer orðinn það sterkan að ég næ henni alltaf niður aftur. �?g er íþróttamaður sem hefur róið hálft maraþon, unnið verðlaun í badminton, labbað upp á fjöll án þess að þurfa að taka pásu. �?g vann fyrir þessu öllu og er stoltur af því. �?etta snýst nefnilega um sjálfan þig og engan annan.