Uppruni Hressó
�??Hressó líkamsræktarstöð var stofnuð árið 1994 eftir að við systur höfðum búið í Reykjavík. �?ar höfðum við verið iðnar við að mæta í líkamræktarstöð sem þá hét Stúdíó Jónínu og Ágústu. �?ar kviknaði hugmyndin því við vissum að enginn slíkur staður var í Eyjum �?? því ekki að flytja aftur heim og stofna fyrirtæki með vinnu sem við myndum hafa gaman að, auðga mannlífið á bernskuslóðunum og leggja okkar að mörkum,�?? segir Anna Dóra um upphafið. �??�?að eru því tveir stofnendur að Hressó, við systurnar en sannarlega hefðum við ekki getað þetta án Vigga og fleiri.�??
Bakgrunnur systranna er ólíkur, Anna Dóra var keppnismanneskja í handbolta og með góða bókhaldskunnáttu en Jóhanna var meira í jassballet og eróbik sem var líkamsrækt þess tíma. �??Eftir að ákvörðun hafði verið tekin um að láta þetta verða að veruleika fór Jóhanna í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og hefur verið iðin við að mennta sig meira eftir það. Meðal annars lærði hún að vera jókennari, hefur fengið level 1 og 2 í Crossfit kennslu sem og mastersnám í lýðheilsu. Við höfum alltaf reynt að fylgjast með öllum nýungum í líkamsrækt og verið með puttann á púlsinum, enda hefur líkamsræktin breyst mjög mikið og það er misjafnt hvað er inn á hverjum tíma,�?? segir Anna Dóra.
Tímarnir og aðstaðan á Strandveginum
�??Spinningtímarnir okkar núna eru gríðarlega vinsælir en um tíma datt spinning niður en það er algjörlega málið í dag enda rosalega góð brennsla í spinning. Við erum með ný hjól sem hafa mæla sem gaman er að nota í tímunum. Við erum með fjölbreytta stundarskrá og það er opið alla daga,�?? segir Anna Dóra um úrvalið í Hressó. �??Vinsælustu tímarnir eru kl. 06.00 á morgnana og í hádeginu. Seinni parts tímar hafa þó verið að sækja í sig veðrið, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.�??
�??Hér eru einnig vel búnir salir, góður tækjasalur með yfir 15 brennslutækjum auk hefðbundinna tækja. Einnig er hér hlýr teygjusalur og hrátt lyftingarsvæði sem hægt er að nota allan daginn þannig að hér er hægt að æfa fjölbreytt og hvenær sem er,�?? segir Anna Dóra.
Tímar sem í boði eru í Hressó núna eru fjölmargir, Crossfit, Yoga, Zúmba, Hádegispúl, Tabata, Spinning, Core tímar, líkamsrækt og fleira. �??�?að eru síðan alltaf einhver námskeið í gangi og ef ekki er fullt þá er alltaf hægt að koma inn í námskeiðin. �?að sem er t.d. í gangi núna er Forresthópurinn, Crossfit og Crossfit light námskeið,�?? bætir Anna Dóra við og minnir á að alltaf sé hægt að fara í fría prufutími í Stóra Hressó við Strandveg.
Tvö ný námskeið fara í gang í Hressó í febrúar, annað er fyrir konur 35 ára og eldri, í hvernig formi sem er. Hitt er stílað inn á yngri kynslóðina, ætlað fólki á aldrinum 14 �?? 23 ára. Fyrir unglingana erum við að vinna með æfingaform sem er mjög vinsælt í dag og býður upp á mikla brennslu og tónun á vöðvum líkamans,�?? segir Anna Dóra og bendir á að hægt sé að fá frístundarstyrk frá Vestmannaeyjabæ fyrir námskeiðið.
�??Hressó líkamsræktarstöð er ekki bara líkamsræktarstöð, þetta er ekki síður félagsmiðstöð. Hér er infrarauður klefi en hann er gríðarlega vanmetinn og hefur ótrúlega mikil og góð áhrif á einstaklinga. Hann hreinsar húðina, mýkir upp vöðva og liði og í einum tíma getur fólk eytt allt að 600 hitaeiningum,�?? segir Anna Dóra um nýju klefana. Klefinn er ekki eina nýjungin hjá Hressó, nýr sólarbekkur er einnig kominn í gagnið. �??�?etta er bekkur sem fer betur með húðina, hann er með vatnsúða og góðum viftum. Svo má ekki gleyma að hér er skemmtileg kaffistofa þar sem mikið er spjallað og hlegið.�??
Litla Hressó
�??Ekki má gleyma því að við opnuðum Litla Hressó í íþróttamiðstöðinni núna í janúar og erum við þakklátar fyrir þær góðu viðtökur sem við höfum fengið þar,�?? segir Anna Dóra. �??Salurinn er auðvitað frekar lítill en við gerðum okkar besta til þess að koma tækjunum haganlega fyrir þannig að plássið nýttist sem best. Við höfum ekki heyrt annað en fólk sé almennt ánægt með aðstöðuna. �?ess má geta að við höfum fengið frábæra manneskju, Söruh Hamilton ÍAK einkaþjálfara, til þess að vera yfir Litla Hressó. Hún hefur fasta viðveru á staðnum frá 12.30 �?? 13.30 á þriðjudögum og frá kl. 09.00 �?? 10.00 á fimmtudögum og er fólki velkomið að leita ráða hjá henni eða fá prógramm til þess að æfa eftir á staðnum,�?? segir Anna Dóra hæstánægð með nýja staðinn.
Að lokum vill Anna Dóra þakka öllum iðkendum Hressó fyrir samfylgdina í gegnum árin. �??Litlu stelpurnar sem opnuðu Hressó á sínum tíma eru orðnar fullorðnar enda búnar að starfa í þessu í 22 ár! Við þökkum öllum sem hafa komið til okkar en þess má geta að sumir hafa verið okkur samferða allan þennan tíma. TAKK! �?ið vitið hver þið eruð.�??