�??�?etta er allt að verða eins og það var fyrir verkfall sjómanna. Ísfélagið tók hluta af sínu fólki inn á miðvikudag í síðustu viku, Vinnslustöðin á mánudaginn og Godthaab í dag. Ísfélagið fékk fisk frá �?órshöfn í síðustu viku og norskur loðnubátur landaði hjá Vinnslustöðinni um helgina og nú streyma bátarnir inn með loðnu og bolfisk þannig að hjólin fara að snúast á ný,�?? segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags í samtali við Eyjafréttir í gær. Um 350 félagar í Drífanda voru á atvinnuleysisskrá í verkfallinu.
�??Við höfum ekki kynnst svona frá því fyrir sameiningu stóru frystihúsanna 1992, að ekki væri vinna í stöðvunum svo vikum skipti. �?etta kennir okkur í verkalýðshreyfingunni að það þarf að endurskoða kjarasamninga og breyta lögum um hráefnisskort. Lög sem voru sett árið 1958 við aðstæður í sjávarútvegi sem eru langt frá veruleikanum eins og hann er í dag og því löngu orðin úrelt. �?ví það verður að segjast eins og er að víða um land var reynt að teygja á túlkun þessara laga og við urðum einnig vör við það hér í Eyjum. Við bjuggum við það í áratugi að fiskverkafólk var sent heim þegar ekki var til fiskur. �?etta hefur ekki verið vandamál hér mjög lengi og það sem gerðist í verkfallinu má ekki gerast aftur.�??
Arnar segir að sitt fólk hafi ekki borið sig illa í verkfallinu þó viðbrigðin hafi verið nokkur að fara úr fullri vinnu á atvinnuleysisbætur. �??Fiskverkafólk á rétt á tekjutengdum bótum eftir fyrstu tvær vikurnar heima. Hluti fólksins í Ísfélaginu og Vinnslustöðinni náði fullum tekjutengdum bótum en mun minni hluti annarra og fólk varð fyrir þó nokkru tekjutapi vegna þessa. Sérstaklega hafnarverkamenn og og einnig má nefna gúanókarlana. �?g get þó ekki annað en dáðst að því hvað fólk bar sig vel. �?að kom líka í ljós hvað þetta er harðduglegt fólk sem vill fá að vinna fyrir peningunum sem það fær,�?? sagði Arnar og bætir við að atvinnuleysisbótakerfið hafi sannað gildi sitt.
�??�?etta sýnir okkur að það öryggisnet sem atvinnuleysisbótakerfið er skiptir miklu en yfir helmingur félagsmanna okkar var án atvinnu í verkfallinu. Hjá flestum öðrum verkalýðsfélögum voru þetta aðeins örfá prósent.
Verkfall sjómanna hefur líka sýnt okkur hvað fiskverkafólk er mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem drífur áfram sjávarútveginn í landinu og að það verður að taka tillit til okkar. Við erum fjölmennur hagsmunahópur og mikilvægur hluti lífvænna samfélaga víða um land.�??