�??Innblásturinn að þessu verkefni kom frekar fljótt, ég vissi nákvæmlega hvaða consepti ég vildi fylgja alveg frá upphafi,�?? segir innanhússarkitektinn og stílistinn Sara Dögg Guðjónsdóttir en á dögunum lagði Sara lokahönd á endurhönnun hjónasvítunnar á Hótel Vestmannaeyjum. �??�?g heillast mikið að formfegurð, réttum hlutföllum, fullkomnu jafnvægi og vönduðum efnum. �?t frá því valdi ég mína litapallettu. Veggir og loft áttu að vera í mýkri kantinum en svo vildi ég fá andstæður í húsgagna- og efnavali. Andrúmsloftið í svítunni átti að lýsa sér þannig að lúxorinn og elegansinn átti að skara fram úr í bland við dass af glamúr en á látlausan og fágaðan hátt.�??
Í rýminu segir Sara að hún hafi viljað skapa upplifun um leið og gengið er inn í það. �??Fyrir þann vá-effektúr spila ljósin stóran þátt, þau eru skartgripir rýmisins og setja algjörlega punktinn yfir i-ið. �?g nýtti mér lofthæðina og hvern fermetra, t.d. með því að láta bólstra extra stóran rúmgafl, setja upp stærðarinnar ljós í seturýmið og fylla út í þann reit með mottu. Svo má ekki gleyma stóra hringspeglinum sem stækkar rýmið til muna,�?? segir Sara sem augljóslega hefur gefið hverju smáatriði gaum.
�??Meira er meira var svolítið hugtakið sem ég fór eftir og ég fékk eigendurna til að skjálfa örugglega þó nokkrum sinnum, sem gerði lokaútkomuna ennþá skemmtilegri því að þau bjuggust kannski ekki við því að þetta myndi allt smella svona vel saman,�?? segir Sara og bætir við að aðal markmiðið hafi verið að hafa hönnunina tímalausa og ekki háða aldri þannig að hver sem er gæti dvalið í svítunni og liðið vel. �??�?g held að mér hafi bara tekist nokkuð vel. �?g er allavega ótrúlega ánægð með herbergið, en það sem veitir mér mestu ánægjuna er að Adda og Maggi eru í skýjunum með nýju svítuna sína, það er fyrir öllu að kúnninn sé jafn hamingjusamur með afraksturinn eins og maður vonaðist eftir.�??
�??�?g vil að lokum þakka �?ddu og Magga fyrir að hafa leitað til mín og treyst mér fyrir þessu verkefni, ég kann mikið að meta það. Verðandi brúðhjón, hjón sem fagna brúðkaupsafmæli, eða bara þið sem viljið gera vel við ykkur óháð tilefnum �?? njótið,�?? segir Sara að endingu.