Liðsmenn ÍBV undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar fara vel af stað í Lengjubikarnum en um helgina unnu þeir 2:3 sigur á Fjölnismönnum í riðli 2 eftir að hafa lent undir 2:0. Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn fyrir ÍBV á 27. mínútu en Hafsteinn Briem jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks áður en Breki �?marsson skoraði sigurmark leiksins á 73. mínútu. Næsti leikur Eyjamanna verður gegn Fylki föstudaginn 24. febrúar.
Eyjamaðurinn Halldór Páll Geirsson stóð vaktina í marki ÍBV í leiknum og segir hann leikinn í heild hafa spilast vel fyrir utan 15 mínútna kafla. �??Við mættum hreinlega ekki til leiks fyrstu 15 mínúturnar og voru þá Fjölnismenn með öll tök á vellinum, skoruðu tvö mörk snemma og voru líklegir til drepa leikinn strax í upphafi.
Fljótlega eftir annað mark þeirra fórum við að halda boltanum betur og ná að spila okkur í gegn sem endaði með því að við áttum tvö sláarskot með stuttu millibili og svo mark eftir 27 mínútur þegar Arnór Gauti fékk boltann inn fyrir vörnina og kláraði framhjá markverði Fjölnis.
Í seinni hálfleik héldum við sama dampi og áttum margar fínar sóknir en á 64. mín var Hafsteinn Briem kominn upp völlinn rétt við vítateiginn og ákvað að skrúfa boltann í fjær sem endaði með stórglæsilegu marki. �?að var svo Breki �?marsson sem átti lokamarkið á 73. mín eftir að hafa komið inn á snemma í síðari hálfleik og staðið sig með prýði. Liðin skiptust á að sækja síðustu mínúturnar. Virkilega góður karakter í liðinu að koma til baka eftir að hafa lent 2:0 undir snemma í leiknum,�?? segir Halldór Páll.
Er liðið að ná takti? �??Leikurinn á móti Fjölni var sá fimmti sem við spilum á árinu. Við höfum unnið Breiðablik, Keflavík, ÍA, og Fjölni en tapað á móti FH. Liðið er að ná góðum takti en við höfum skorað 11 mörk og fengið á okkur 7 mörk þannig að það er ýmislegt sem þarf að pússa.
Hópurinn er auðvitað enn tvískiptur, Reykjavíkurhópur og Eyjahópur en þrátt fyrir það erum við að spila merkilega vel saman miðað við það að við æfum nánast aldrei saman. Við höfum enn þá tvo mánuði til að laga þessa hluti ásamt öðru sem verður vonandi komið í toppstand í upphafi Íslandsmóts,�?? segir Halldór, nokkuð ánægður með gang mála.
Hvernig líst þér á leikinn gegn Fylki næsta föstudag? �??Fylkismenn eru með flottan hóp og þar reiknum við með erfiðum leik. Við ætlum okkur auðvitað sigur í öllum leikjum og ætlum okkur að spila til úrslita í Lengjubikarnum,�?? segir Halldór að lokum.