Kvennalið ÍBV hafði betur gegn andstæðingi sínum þegar liðið spilaði á útivelli við Selfoss í Olís-deildinni um helgina. Sigurinn var þó heldur naumari en hjá körlunum þar sem leiknum lyktaði með eins marks mun, 31:32 fyrir ÍBV.
�?ess má geta að Selfoss leiddi með fimm mörkum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Markahæst var Karólína Bæhrenz Lárudóttir með átta mörk en Telma Silva Amado og Greta Kavaliuskaite voru með sex mörk hvor.
�?ið eruð undir með fimm mörkum þegar tíu mínútur eru eftir, hvað gerist eftir það? �??�?að sem gerðist var að við náðum að smella alveg í lás í vörninni. Við náum að stöðva flæðið hjá þeim og pressa þær í erfið skot eða erfiðar sendingar þannig að við unnum boltann og náðum að refsa þeim í bakið. Með þessum frábæra varnarkafla náðum við að vinna upp forskotið þeirra og að komast tveimur mörkum yfir í kjölfarið,�?? segir Guðný Jenný, markmaður ÍBV.
Ertu ánægð með spilamennsku liðsins? �??Bæði já og nei. Við byrjum leikinn alveg ágætlega en dettum svo niður og spilum ekki vel stóran hluta fyrri hálfleiks. Okkur gekk illa á þeim kafla að opna Selfossvörnina og þær náðu að refsa fyrir léleg skot og lélega ákvarðanatöku af okkar hálfu í sókninni. Vörn og markvarsla var heldur ekki upp á marga fiska á þessum tíma og það virtist lítið ganga upp hjá okkur og óhætt að segja að þegar flautað var til hálfleiks voru leikmenn fegnir að komast inn í klefa.
Við komum einbeittari til leiks í seinni hálfleik og okkur fór að ganga betur í sókninni en vorum enn að leka í vörninni þannig að liðin skiptust á að skora á þessum kafla. �?egar sirka 18 mínútur voru búnar af seinni hálfleik erum við búnar að fá á okkur 29 mörk en þá smelltum við heldur betur í lás og kláruðum dæmið. Liðið sýndi alveg rosalega mikinn karakter með að koma til baka af svona miklum krafti, eftir lélegan fyrri hálfleik á jafn erfiðum útivelli eins og á Selfossi. �?g er gríðarlega stolt af stelpunum fyrir algjöra hugarfarsbreytingu á milli hálfleika og vona að þetta fari í reynslubankann um að vilji er oft allt sem þarf til að klára dæmið og vinna leiki,�?? segir Guðný Jenný, ánægð með karakterinn í sínum liðsfélögum.
Nú er fjórða sætið innan seilingar, telur þú ekki raunhæft að setja stefnuna á úrslitakeppnina? �??Stefnan hefur verið sett á úrslitakeppnina allt tímabilið. �?g tel að við séum alveg með það gott lið að við eigum að vera í topp fjórum í deildinni. Eins og staðan er núna erum við í dauðafæri að koma okkur í úrslitakeppnina. Við höfum sýnt það í vetur að við getum unnið öll þessi lið og að við getum tapað fyrir öllum þessum liðum. �?etta snýst allt um okkur, okkar undirbúning fyrir leikina og hugarfari leikmanna þegar í leikinn er komið. En verkefnið núna er bara næsti leikur og hann er á móti Val þann 4. mars, kl 13:30 hér í Vestmannaeyjum. Við ætlum okkur að vinna þann leik og vonumst til að fá sem flesta á völlinn til að hvetja okkur áfram í baráttunni. Áfram ÍBV!,�?? segir Guðný Jenný að lokum.