Hafdís Kristjánsdóttir byrjaði að stunda jóga fyrir um tíu árum þegar hún hóf nám í jógakennaranum. Hafdís útskrifaðist sem Hatha jógakennari hjá Guðjóni Bergman vorið 2007 og eftir það lá leiðin í Kundalini jóganám sem hún útskrifaðist úr árið 2015. Í vetur lærði hún síðan það sem kallast jóga nidra og er hún komin með réttindi til að kenna það.
Hefur þú alltaf haft áhuga á heilbrigðum lífstíl? �??Já, ég myndi segja það. �?g hef stundað íþróttir og hreyfingu frá því ég man eftir mér. En sl.10 ár hef ég haft meiri áhuga á því hvað maturinn skiptir miklu máli og hvernig hann tengist andlegu heilsunni,�?? segir Hafdís og heldur áfram. �??�?að er gaman að velta fyrir sér hvernig sambandið á milli einstaklings og matar er. Við borðum oft tilfinningar okkar eins og ég kalla það. �?á meina ég að átið geti verið tilfinningatengt. Við borðum gjarnan til að bæla niður eða til að forðast að takast á við neikvæðar tilfinningar á borð við streitu, þreytu, leiða, þunglyndi, reiði, og sorg. Gjaldið sem við greiðum fyrir tilfinningatengt át er því miður líkamleg og andleg vanlíðan, s.s. óþægindi, neikvæðar hugsanir, samviskubit og skömm. Hvernig er hægt að tengja jóga við t.d. tilfinngaát? Jú, þegar þú stundar jóga þá nærð þú meiri tengingu við líkama þinn, hugsanir og tilfinningar. �?að sem gerist er að þú verður meðvitaðri þegar þú ert í streituumhverfi og lætur ekki stjórnast eins mikið af tilfinningum og hugsunum þínum. En öll erum við mannleg og látum stjórnast að miklu leyti af tilfinningum okkar og hugsunum.�??
Eins og kom fram hér að ofan þá er Hafsís ekki síður áhugamanneskja um holla fæðu og áhrif hennar á fólk.
Hvaða mistök er fólk helst að gera mistök í mataræði sínu? �??Margir borða einfaldleg of mikið, þekkja ekki sitt magamál. Sumir borða nánast ekkert fram eftir degi svo þegar líður á daginn þá er borðað eins mikið og hægt er. Sykraðir drykkir, sætindi og brauð í öll mál, þessi einföldu kolvetni eru ekki góð fyrir líkamann og geta beinlínis verið hættuleg. Málið er að nota skynsemina, við vitum öll hvað er hollt og hvað ekki. �?g mæli með þessum gullna meðalvegi sem er í raun vandmeðfarinn, allt er gott í hófi. �?ú átt bara eitt eintak af sjálfri/sjálfum þér og þú átt að fara vel með það. �?að er þinn hagur, því þegar uppi er staðið þá ert það þú sem axlar ábyrgð á sjálfri/sjálfum þér og enginn annar,�?? segir Hafdís.
Hvað er þetta Jóga Nidra? Hvernig er það frábrugðið hefðbundnu jóga? Jóga Nidra er jógískur djúpsvefn sem er ekkert annað en út af liggjandi hugleiðsla. �?ú ert leidd/ur í djúpt slökunarástand þar sem þú ert á milli svefns og vöku. �?ú ert að stækka bilið á milli þín og hugsana þinna. Einn Jóga Nidra tími jafnast á við 3-4 klst. svefn. Jóga Nidra er ein öflugasta og markvissasta aðferð vakningar og heilunar, líkamlega og andlega og til að ná tökum á svefnröskun, �??burnout�?� einkennum, kvíða, þunglyndi og til að létta á líkamlegum kvillum. �?ú ert að hreinsa undirmeðvitundina í þessum tímum án þess að vinna eitthvað sérstaklega með það. Jóga Nidra er umbreytandi í gegnum lögmál þenslu. �?að er gert með því að láta huga og líkama vinna, eins og verið sé að bræða niður ís,�?? segir Hafdís. Jóga Nidra er hannað til þess að hjálpa þér að fara frá hinum hugsandi huga meðvitað yfir í ástand milli svefns og vöku þar sem þú nærð einstaklega djúpri hvíld. Í hugleiðslunni er hugurinn leiddur markvisst áfram í þeim tilgangi að fækka hugsunum eins og gerist þegar við sofnum og hugurinn tæmist. Streita orsakast fyrst og fremst af ofvirkum huga og of mikilli spennu sem safnast upp í líkamanum ef við náum aldrei djúpri slökun inn á milli. �?egar þú kemur út úr hugleiðslunni öðlast þú betri hæfni til þess að taka eftir hugsunum þínum, tilfinningum og viðbrögðum. �?ú getur stigið til baka og valið hvort þú vilt stýra hugsunum og hegðun eða láta þær stýra þér. Jógarnir trúa því að líkaminn og það ytra sé birtingarmynd þess innra og því þurfi að vinna með rótina en ekki einkennin.�?að sem einkennir Jóga Nidra er ásetningur sem hver og einn setur sér fyrir hugleiðsluna og er nýttur í dýpsta hugleiðsluástandinu til að breyta neikvæðni í undirmeðvitund yfir í styrkjandi jákvæðar staðhæfingar sem þjóna þér vel.
Talað er um að 45 mínútna jóga Nidra jafngildi þriggja klukkustunda svefni
Eru margir skráðir hjá þér? Jóga Nidra eru opnir tímar, ekki lokuð námskeið. Hægt er að kaupa tíu tíma kort á 12.500 eða átta tíma sem gildir í mánuð á 8.500 kr. �?g er mjög þakklát fyrir hvað margir hafa sýnt þessu áhuga og eru að mæta í tímana,�?? segir Hafdís og bætir við að tímarnir eru fyrir alla. �??�?essir tímar eru fyrir bæði kynin og allan aldur. �?ll höfum við gott af því að slaka á og kyrra hugann.�??
Hafdís hefur einnig verið með jóga fyrir karla eingöngu og hvetur hún alla karlmenn að koma og prófa. �??Karla jógað hefur gengið vel og þeir eru mjög áhugasamir og duglegir. �?að mættu alveg vera fleiri karlar og ég ætla að nota tækifærið til að hvetja ykkur karlana til að koma og prufa. Margir halda að þetta sé ekki fyrir sig, hræddir um að stirðleikinn sé of mikill. Ef svo er þá er jógað einmitt fyrir þig, því allir hafa gott af því að teygja á líkamanum og kyrra hugann,�?? segir Hafdís.
Svona í lokin, hver er helsti ávinningur þess að stunda jóga? �??�?ú kynnist líkama þínum upp á nýtt í jóganu og lærir að virða mörk líkamans og umbera hann af umhyggju. �?ú nærð betur að stjórna hugsunum þínum, þú verður meiri húsbóndi hugsana þinna frekar en þræll þeirra. �?ú ferð að nota öndunaræfingar inn í þitt daglega líf með því að minna þig á að dýpka andardráttinn þegar þú ert í streitu, kvíða eða áhyggjum svo eitthvað sé nefnt. Svo má ekki gleyma líkamlegu ávinningunum, t.d. eykur jóga liðleika, jafnvægi og styrk, örvar meltinguna og sogæðakerfið, eflir ónæmiskerfið, lungun og margt fleira,�?? segir Hafdís að lokum.